fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Rafstuð og hrottalegt ofbeldi eru daglegt brauð fyrir úkraínska stríðsfanga í Rússlandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. september 2023 08:00

Það er engin sæluvist fyrir Úkraínumenn ef þeir falla í hendur Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á að berja nasismann úr úkraínskum hermönnum sem eru teknir til fanga af Rússum. Þetta er eitthvað sem rússneskir fangaverðir taka mjög bókstaflega að sögn fyrrum úkraínsks stríðsfanga og orð rússnesks liðhlaupa styðja þetta.

Það kemur væntanlega engum á óvart að daglega eiga hryllilegir atburðir sér stað á vígvellinum í Úkraínu en hryllingurinn teygir sig einnig til Rússlands þar sem talið er að allt að 10.000 úkraínskir stríðsfangar séu í haldi.

Ungur hermaður, sem er nú laus úr haldi Rússa, ræddi nýlega við BBC um það sem hann þurfti að þola á meðan hann var í haldi Rússa.

Hnefahögg í nýrun, högg í bringuna, rafstuð og barsmíðar með járnröri. Þetta var það sem Artem Seredinak, 27 ára liðþjálfi, þurfti að þola á meðan hann var í haldi Rússa frá því í maí 2022 og næstu fjóra mánuði. Þá var hann, ásamt 40 öðrum úkraínskum stríðsföngum, fluttur í annað fangelsi í bænum Taganrog og þá jókst ofbeldið enn meira.

„Afnasistavæðing“

Markmið Rússa var að sögn að berja nasismann úr honum og hinum stríðsföngunum. Ef Seredinak kom of snemma út úr fangaklefanum var hann barinn, ef hann hélt höfðinu of hátt var hann barinn, ef handleggirnir þóttu lafa of langt niður var hann barinn. Öll hugsanleg tilefni voru notuð til að beita fangana ofbeldi að sögn Seredinak og 11 annarra fyrrum stríðsfanga sem ræddu við BBC.

Staðfestir frásagnirnar

Rússneski liðhlaupinn Konstantin Yefremov, sem flúði í desember 2022, sagði í samtali við The Guardian að hann hafi séð rússneska hermenn pynta úkraínska hermenn. „Mér er létt að geta loksins talað um það sem ég sá,“ sagði hann í samtali við The Guardian í febrúar 2023.

Hann var sendur til Krím í upphafi stríðsins en þar hélt hann að hann ætti að taka þátt í heræfingu en í ljós kom að hann átti að berjast við Úkraínumenn. Hann reyndi að flýja en náðist og var hótað 10 ára fangelsi ef hann reyndi aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“