fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Brynjar hjólar í málefni líðandi stundar í 510 orðum – „Mikilvægt að þetta frekjulið nái ekki völdum og meiri áhrifum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. september 2023 17:15

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tölvan mín hvarf fyrir þrem vikum og ég sneri öllu á hvolf á heimilinu í leit að henni. Soffía taldi líklegast að iðnaðarmenn, sem voru að störfum á heimili mínu, hafi óvart eða ekki hent henni með öðru drasli. Þegar ég ætlaði að spila fimmtu sónötu Beethovens fyrir píanó fyrir gesti kom hins vegar í ljós að Soffía hafði falið tölvuna inn í píanóinu. Hún gaf þá skýringu að þjóðin hafi þurft hvíld,“

segir Brynjar Níelsson fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í færslu á Facebook. Ætla má að betur hefði farið á því að tölvan hefði haldist í felum því Brynjar er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um menn og málefni og í 510 orða færslu hjólar hann í flest málefni líðandi stundar: stuldinum á tölvunni má líkja við meintan töskustuld Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, auk þess sem hvalveiðar, flóttafólk, fjölmiðla, alþingismenn og fleira ber á góma.

„Þessi aðför Soffíu að tjáningafrelsi mínu hefur tekið mjög á mig. Nóg var nú heilsuleysið fyrir. Soffía ber fyrir sig að hagsmunir heildarinnar séu mikilvægari en mínir. Nú er uppsöfnuð þörf hjá mér fyrir tjáningu og af mörgu að taka því sennilega hefur umræðan í samfélaginu aldrei verið vitlausari en núna,“ segir Brynjar og segir færsluna því verða í lengri kantinum.

„Að vísu er mjög skemmtilegt að fylgjast með tilfinningalífi iðjulausra aktivista úr listaheiminum vegna hvalveiða. Þetta ágæta fólk heldur gjarnan að það sé svo réttlátt og göfugt og þurfi því ekkert að fara að lögum nema þegar því sýnist, en er í raun bara stíflað úr frekju. Miklar tilfinningar og frekja eru þekktir mannlegir eiginleikar og alla tíð fylgt okkur,“ segir Brynjar og segir engan geta læknað það, ekki einu sinni Lækna-Tómas.

„En það er mikilvægt að þetta frekjulið nái ekki völdum og meiri áhrifum. Nóg er af því á löggjafarþinginu með reglulegum tilfinningalegum uppákomum þar. Fyrir utan að fjármagna þetta frekjulið úr ríkissjóði meira og minna er búið að fela því framkvæmdavald víða. Maður verður bara að vona að dómsvaldið verði ekki þessum ofstækisfullu frekjum að bráð.“

Hefur áhyggjur af mannréttindalögfræðingum

Brynjar segist þó hafa meiri áhyggjur af þessum svokölluðu mannréttindalögfræðingum sem tjá sig en frekjustömpunum.

„Nýlega komust þeir [mannréttindalögfræðingarnir] að því að allir sem lenda á Íslandi og biðja um vernd eigi samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu rétt á húsnæði og framfærslu svo lengi sem þeir kjósi. Samkvæmt sömu stjórnarskrá og sáttmála eiga þeir sem fóru með ólögmætum og refsiverðum hætti um borð í hvalveiðiskipin ekki bara rétt á að vera þar heldur einnig rétt á mat, aðhlynningu og heilbrigðisþjónustu meðan á brotunum stendur.“

Segir Brynjar að mannréttindalögfræðingarnir geti ekki verið merkilegir „sem sjá ekki að þarna er verið að vega með alvarlegum hætti að atvinnufrelsi og eignarrétti annarra, sem sannanlega er varið með skýrum hætti í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það er eins og pólitískir aktivistar í félagsfræðum hafi ýtt allri lögfræði á haf út og almennri skynsemi einnig. Þeir eru að ná sama árangri þegar kemur að heilbrigðisvísindum.“

Brynjar snýr sér næst að fjölmiðlunum, nánar tiltekið RÚV og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem hann segir aðeins rugla fólk í ríminu með fréttum sínum hvað varðar fyrrgreind málefni. Hjólar hann einnig í Eddu Falak án þess að nefna hana á nafn, en ljóst er hverja um er rætt af fyrri frétt DV um það mál:

„Umræðan í samfélaginu verður undarleg þegar henni er stjórnað af pólitískum aktivistum uppi í Efstaleiti og fjölmiðlabörnum hist og her, sem virðast hafa takmarkaða þekkingu og kunna ekki að spyrja um það sem máli skiptir. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis var engu skárri en RÚV í þessu máli.

Svo hefur landsfrægur lygalaupur, sem telur sig fjölmiðlamann, komist að því að afskipti lögreglu af brotamönnum beri keim kynþáttahaturs.“

Sjá einnig: Gefa í skyn að aðgerðirnar hafi haft rasískan undirtón – „Ég velti því fyrir mér hvort við séum á sömu vegferð og Íran, þar sem fólk er drepið fyrir að mótmæla?”

Brynjar klikkir að lokum út með því að hann vill hætta styrkjum til fjölmiðla og stjórnmálaflokka:

„Ef það á að nást einhver skynsemi í umræðu hér á landi þurfa skattgreiðendur að hætta að deila hér milljörðum á hverju ári til fjölmiðla og ekki síst til stjórnmálaflokka, sem flestir gera lítið annað en að rugla fólk í ríminu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði