Hann sagði ekki beint að skotmarkið hafi verið í Rússlandi enda eru Úkraínumenn ekki vanir að staðfesta slíkar árásir. En ummælin má skoða í samhengi við að á síðustu vikum hafa árásir verið gerðar nær daglega á rússnesku landsvæði, oft mörg hundruð kílómetra frá víglínunum í Úkraínu.
Tugir úkraínskra fyrirtækja vinna af miklum krafti við að þróa vopn, aðallega dróna. New York Times skýrði nýlega frá því að meðal annars sé verið að þróa fimm eða sex tegundir dróna sem geti flogið lengra en 1.000 km.
Einnig er unnið að þróun flugskeyta og dróna sem er hægt að nota í vatni eða sjó.