fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Segir að Bandaríkin eigi að hætta að veðja á jafntefli í stríðinu í Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. september 2023 07:00

Rússar skutu flugskeyti á þetta fjölbýlishús í Dnipro. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin og Vesturlönd eiga að hætta að veðja á stríðið í Úkraínu endi með jafntefli, þ.e.a.s. að hvorugur stríðsaðilinn sigri, og segja skýrt að meginmarkmiðið sé að Úkraína beri sigur úr býtum og hreki rússneska innrásarliðið á brott frá hernumdu svæðunum.

Þetta sagði Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum aðalgreinandi hjá leyniþjónustu danska hersins, í samtali við TV2. Hann sagði að Bandaríkin og Vesturlönd verði að vinna hraðar og láta úkraínska hernum þau vopn í té sem hann hefur þörf fyrir. „Það er þörf á að Bandaríkin breyti markmiði sínu og sendi skýrt merki um að Vesturlönd muni gera það sem þarf til að Úkraína sigri í stríðinu. Það hefur til dæmis tekið allt of langan tíma að afhenda ATACMS-flugskeytin, sem eru svo mikilvæg fyrir gagnsókn Úkraínumanna,“ sagði Kaarsbo.

Ben Hodges, fyrrum yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu og fyrrum yfirmaður herja NATO í Evrópu, sagði nýlega í samtali við Berlingske að það sé þörf á skýrri stefnu Vesturlanda um að Úkraína eigi að sigra í stríðinu.

Hann sagðist taka vel eftir því sem Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir ekki þegar hann ræðir um stuðninginn við Úkraínu. „Mér finnst stærsta vandamálið vera að ríkisstjórnin hefur ekki fram að þessu sagt að Úkraína eigi að vinna stríðið. Hún hefur ekki sagt skýrt að markmiðið sé að Úkraína endurheimti landsvæði sitt samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum landamærum frá 1991. Þeir segja nánar tiltekið að Úkraína megi ekki tapa,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi
Fréttir
Í gær

Marko fékk þungan dóm

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu