fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Brúnn krummi á ferð í Skorradal – „Hann er mjög styggur“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 20:00

Fuglar sem þessir eru með litarefni en þau dreifa sér ekki út í fjaðrirnar. Mynd/ÁEÁ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúnn, eða mórauður hrafn hefur sést í Skorradalshreppi undanfarið. Er þetta afar sjaldgæft og hætta á að fuglinn verði fyrir einelti frá öðrum hröfnum.

„Hann er mjög styggur. Hann flýgur alltaf burt um leið og maður kemur nálægt,“ segir Ágúst Elí Ágústsson, sem býr vestan við Skorradalsvatn. En hrafninn hefur haldið sig þar nálægt undanfarna daga.

Ágúst er ljósmyndari og á öfluga vél en það hefur samt verið erfitt að komast nálægt honum til að ná myndum. „Ég er búinn að vera vakandi fyrir honum í allan dag en hann vill ekki sýna sig,“ segir hann.

Til eru albínóahrafnar, hvítir að lit sem skortir litarefni, en brúnir hrafnar eru það sem kallast „leucistic“. Það er að litarefnin eru til staðar í líkama fuglsins en dreifast ekki út í fjaðrirnar.

Íbúarnir gefa krummanum lifur og annað góðgæti. Mynd/ÁEÁ

Ágúst segir að hrafnar sem eru öðruvísi, eins og þessi, geti lent í miklu einelti frá öðrum hröfnum. „Þeir tæta þá í sig,“ segir Ágúst.

Sat fastur í laxagildru

Árið 1986 fannst brúnn hrafn í Gljúfurá í Borgarfirði. Það var Leifur Óskarsson, bóndi í Sólheimatungum í Stafholtstungum sem fann fuglinn fastan í laxagildru.

Sagði Leifur við Morgunblaðið á sínum tíma að fuglar sem þessir væru oft drepnir af hinum. Þessi náðist hins vegar lifandi og var sendur í Sædýrasafnið í Hafnarfirði til sýnis.

Annar bóndi í Borgarfirði skaut brúnan hrafn árið 1966. Var hann fluttur á Náttúrugripasafnið til uppstoppunar.

Erfitt er að komast nálægt hrafninum brúna. Mynd/ÁEÁ

Rætt var við Erling Ólafsson dýrafræðing sem sagði að brúnir, eða mórauðir, hrafnar væru nær óþekktir utan Borgarfjarðar. Þar hefði verið eitt par sem ungaði þeim reglulega út.

Mosfellsbær og Eyrarbakki

Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson greindi hins vegar frá því í febrúarmánuði í fyrra að brúnn hrafn hefði sést á bílaplaninu hjá veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ. Hann hafi náð sér í eitthvað gott í gogginn þar.

Einnig að brúnn hrafn hefði sést í sveitarfélaginu Árborg, um mánuði fyrr. Það er bæði á Selfossi og Eyrarbakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun