fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. september 2023 21:30

Myndband af ódæðinu var í umferð eftir morðið. Þetta er skjáskot úr því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli gegn fjórum ungmennum vegna morðsins á Bartlomiej Kamil Bielenda hefst þann 4. október næstkomandi, við Héraðsdóm Reykjaness, og stendur næstu þrjá daga. Fjögur ungmenni á aldrinum 17 til 19 ára eru ákærð en þar sem þrír af fjórum sakborningum eru undir 18 ára aldri er þinghald og nöfn sakborninga hafa verið strokuð út úr ákæru.

Um er að ræða þrjá pilta og eina stúlku. Piltarnir eru ákærðir fyrir manndráp en stúlkan fyrir brot gegn lífi og líkama, með því að ekki komið Bartlomiej til hjálpar með nokkrum hætti. Sparkað var í Bartlomiej þar sem hann lá á bílaplaninu fyrir utan Fjarðarkaup, og stappað á höfði hans. Ennfremur stakk einn hinna ákærðu hann ítrekað með hnífi í búkinn. Hann hlaut sex stungusár, fjögur í bak, eitt ofarlega í vinstri upphandlegg og eitt fyrir neðan vinstra brjóst, sem náði inn í hjarta.

Bartlomiej var 27 ára. Hann lætur eftir sig eiginkonu og  tveggja ára dóttur. Krafist er miskabóta fyrir hönd eftirlifandi eiginkonu upp á fimm milljónir króna auk útfararkostnaðar. Sömu miskabótafjárhæðar er krafist fyrir hönd dótturinnar. Þá er krafist skaðabóta fyrir hennar hönd vegna missis framfærslu upp á rúmlega 8,1 milljóna.

Bótakrafa í heild er um 20 milljónir króna.

Búast má við að dómur falli í málinu um mánaðamótin október/nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum