fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Horfinn síðan 10. september – Lögregla rannsakar mögulegar vísbendingar í farangri Magnúsar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. september 2023 15:00

Magnús Kristinn Magnússon. Mynd: Facebook .

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hefur lagt aukinn kraft í rannsókn á hvarfi Magnús Kristins Magnússonar en ekkert hefur spurst til hans frá sunnudeginum 10. september. Magnús var þá staddur á Santo Domingo flugvellinum í Dómíníska lýðveldinu. Hann átti flug til Frankfurt og þaðan til Íslands.

Magnús missti af flugi sínu og yfirgaf í kjölfarið flugstöðvarbygginguna. Hann hefur ekki sést síðan. DV er í sambandi við náinn vinahóp Magnúsar og samkvæmt heimildum þaðan hefur íslenska lögreglan aukið mjög viðbúnað við rannsóknina. Staðfest er núna að Magnús skildi farangur sinn eftir á flugvellinum og sást hann með vegabréf og farmiða í höndum er hann fór út úr flugstöðvarbyggingunni. Lögreglan er meðal annars að rannsaka mögulegar vísbendingar í farangri Magnúsar og er þar um að ræða kvittanir og heimilisföng.

„Þetta var látlaus farangur, ekki taska á hjólum,“ segir vinur Magnúsar, en hefur þó ekki upplýsingar um hvort um handfarangur var að ræða eða farangur til innritunar.

„Hann skilur farangurinn eftir þegar hann áttar sig á því að hann er búinn að missa af fluginu,“ segir þessi aðili, en þetta staðfesta upptökur úr eftirlitsmyndavélum á staðnum. Maðurinn segir einnig öruggt að Magnús hafi yfirgefið flugstöðvarbygginguna því hún sé þannig hönnuð að hún bjóði ekki upp á að fólk geti sofið þar í laumi.

„Ég veit ekki hvort hann gleymdi farangrinum eða skildi hann viljandi eftir, en það er ljóst að farangurinn varð eftir og hann labbaði út með vegabréf og farmiða.“

Leitað er leiða til að komast í einkabanka Magnúsar, m.a. til að kanna hvort einhverjar hreyfingar hafi átt sér þar stað síðan hann hvarf. Að öllum líkindum er lögreglan komin með bankagögnin en ekki liggur fyrir hvað hefur fundist í þeim.

Einnig er verið að reyna að freista þess að komast inn á samfélagsmiðla reikninga hans í leit að mögulegum svörum. Ekki liggur fyrir hvort og hvenær þessi gögn verða rannsökuð.

Vinahópur Magnúsar reynir að koma upplýsingum til fjölmiðla í Dóminíska lýðveldinu til að sem flestum þar verði kunnugt um hvarf hans.

„Við viljum bara að hann finnist sem fyrst eða hann gefi sig fram sem fyrst, ef sú er staðan, við vitum auðvitað ekki hvað veldur þessu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni