fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Umdeildur samningur Ísraels og Rússlands – „Er menningar- og utanríkisráðherrann okkar orðinn algjörlega klikkaður?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. september 2023 18:00

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sama tíma og mörg ríki hafa slitið öllu samstarfi við Rússland hafa ísraelsk stjórnvöld farið aðra leið og tekið upp samstarf við Rússa.

Rússneska menningarmálaráðuneytið birti nýlega mynd af Olga Lyubimova, menningarráðherra, með brosandi sendiherra Ísraels sem sýndi það sem virðist vera samningur á milli ríkjanna um samstarf á kvikmyndasviðinu.

„Nú geta félagar frá Rússlandi og Ísrael miðlað reynslu sinni, búið til kvikmyndir saman og unnið með kvikmyndasöfn,“ skrifaði Lyubimova á Telegram að sögn Variety og bætti við að Rússa hlakki til að sjá ísraelska kvikmyndagerðarmenn taka þátt í rússneskum kvikmyndahátíðum og opinberri umræðu.

Alexander Ben Zvi, sendiherra Ísraels í Rússlandi, sagði að sögn Jerusalem Post að hann sé sannfærður um að kvikmyndagerðarfólk frá ríkjunum tveimur muni framleiða fjölda mynda saman.

Samningurinn, sem er sagður hafa verið í undirbúningi síðan 2009, varð til þess að margir hreinlega misstu andlitið af vantrú. Meðal annars starfsfólk úkraínska sendiráðsins í Ísrael. „Við vitum ekki lengur hvernig við eigum að bregðast við. Ísrael vinnur með miskunnarlausu samfélagi sem er þekkt fyrir tilraunir til að breiða út stríðsáróður með kvikmyndum. Á sama tíma og alþjóðasamfélagið einangrar Rússland til að mótmæla óásættanlegum aðgerðum landsins, virðist sem Ísrael bjóði upp á enn einn vettvanginn þar sem þetta árásargjarna sambandsríki getur dreift eitruðum hugmyndum sínum,“ skrifaði sendiráðið á Facebook.

Anna Zharova, stofnandi og forstjóri ísraelsks-úkraínska bandalagsins tjáði sig um málið á Facebook og skrifaði: „Er menningar- og utanríkisráðherra okkar orðinn algjörlega klikkaður?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“