Úkraínska leyniþjónustan skýrði frá því á Telegram í gær að tekist hefði að ná borpöllunum úr klóm Rússa.
Borpallarnir, sem eru kallaðir Boyko-turnarnir, hafa verið notaðir af Rússum sem þyrlupallar og til að hafa ratsjárkerfi á og langdræg flugskeyti. Turnarnir eru í Svartahafi, við norðvesturströnd Krím.
Leyniþjónustan segir að hernaðaraðgerðin hafi verið í mörgum þáttum og hafi boðið upp á harða bardaga á milli úkraínskra sérsveitarmanna á hafi út og rússneskra S-30 orustuþotna. Segir leyniþjónustan að rússnesku flugvélarnar hafi skemmst og hafi neyðst til að hörfa.
🎥During the operation led by Main Directorate of Intelligence (HUR MO), Ukraine regained control of Boyko towers located in the Black Sea. The drilling towers were occupied by Russian forces since the annexation of Crimea in 2014.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/hb02oOWukS
— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) September 11, 2023
„Sérsveitunum tókst að leggja hald á verðmæta muni: lager af skotfærum fyrir þyrlur, Neva-ratsjána, sem getur fylgst með skipum í Svartahafi,“ segir úkraínska leyniþjónustan í færslu sinni.
Ekki fer neinum sögum af mannfalli en einn hermaður féll útbyrðis og var einn á opnu hafi í 14 klukkustundir segir leyniþjónustan.
Það hefur heldur ekki verið staðfest að Úkraínumenn séu nú með yfirráð yfir borpöllunum. Rússar hafa ekki tjáð sig um málið.