Bandaríska hugveitan Institute for The Study of War (ISW) segir í stöðumati um gang stríðsins í Úkraínu að á myndum sjáist að Chongar brúin sé mikið skemmd og heimildarmenn segi að hluti af henni sé hruninn. Segir hugveitan að skemmdirnar á brúnum valdi „alvarlegum vanda“ fyrir birgðaflutninga Rússa.
Báðar brýrnar eru mjög mikilvægar fyrir birgðaflutninga Rússa til fremstu víglína í Kherson. Tjonhar-brúin býður upp á skjótustu leiðina á milli Krím og víglínunnar í suðurhluta Kherson. ISW segir að árásin á Henichesk-brúna muni „líklega þvinga rússneskar hersveitir til að beina umferð hersins“ frá Arabat Spit skaganum til vesturhluta Krím.
The information about the strikes on two bridges in Crimea appeared today:
🔹The bridge over the Tonkyi Strait near Henichesk, which connects the town of Henichesk with the Arabat Spit. The gas pipeline next to the bridge was damaged.
🔹 Chongar Bridge, which connects the… pic.twitter.com/njIxs9y66s
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) August 6, 2023
Segir ISW þessar leiðir beri ekki jafn mikla umferð og líklega geti „flöskuhálsar“ myndar á M-17 hraðbrautinni sem liggur frá vesturhluta Krím til víglínanna í Kherson. Eins fylgi því meiri hætta að nota vegina.
Segir hugveitan að vegirnir norðvestan við Krím, sérstaklega með fram stóru aðalvegunum sunnan við Nova Kakhovka, séu nær úkraínskum yfirráðasvæðum og í mörgum tilfellum innan skotsviðs stórskotaliðs. Segir hugveitan að Rússar geti dregið úr hættunni með því að notast við minni vegi en það dragi úr getu þeirra til að halda uppi öflugum birgðaflutningum.