CNN skýrir frá þessu og segir að úkraínska leyniþjónustan SBU hafi handtekið konuna og segi að hún hafi „undirbúið loftárás á Mykolavi-hérað í lok júlí þegar forsetinn var þar í heimsókn“.
Er hún sögð hafa reynt að afla upplýsinga um dagskrá forsetans. Reyndi hún að sögn að afla sér upplýsinga um tímasetningar og staðsetningar hans í heimsókninni.
CNN segir að SBU hafi fengið upplýsingar um hvað konan var að gera og hafi náð að gera nauðsynlegar öryggisráðstafanir.
Konan er sögð búsett í Otjakiv í suðurhluta Úkraínu og hafi starfað sem sölukona í verslun með herbúnað. Ekki hefur verið skýrt frá nafni konunnar né aldri.