Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem segir að lögreglan muni nú herða eftirlit sit við dönsku landamærin og er það hafið og mun vara í að minnsta kosti eina viku.
Leyniþjónustan telur að meiri hryðjuverkaógn steðji nú að Danmörku en áður vegna stöðunnar varðandi Kóranbrennur.
Á síðustu vikum hafa mótmælendur brennt Kóraninn fyrir framan sendiráð íslamskra ríkja í Danmörku og Svíþjóð og hefur þetta valdið miklu titringi meðal margra íslamskra ríkja sem krefjast þess að yfirvöld grípi í taumana og stöðvi þetta en múslimar telja það mikinn glæp að kveikt sé í trúarriti þeirra.