fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Íslensk erfðagreining segir höfuðstóra líklegri til að afla sér menntunar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 12:00

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að vísindamenn hjá fyrirtækinu, í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús, hafi fundið þrjátíu erfðabreytileika sem hafa áhrif rúmmál heilans. Einnig hafi meðal annars fundist fylgni á milli breytileikanna og menntunarstigs, taugaþroskaraskanna og taugasjúkdóma.

Í tilkynningunni kemur fram að þessari rannsókn var nýlega lýst í tímaritinu Brain Communications. Vísindamennirnir beittu víðtækri erfðamengisskimun til að leita breytileika með fylgni við rúmmál heila og tvöfaldaði skimunin fjölda slíkra breytileika og veitti nýja innsýn í líffræðina sem þar býr að baki.

Fylgni hafi fundist á milli breytileikanna og rúmmáls ákveðinna heilasvæða, menntunarstigs (e. educational attainment), taugaþroskaraskanna og taugasjúkdóma. Einstaklingar með Parkinsons sjúkdóm hafi stærri heila og einstaklingar með ADHD minni heila, en þeir sem ekki hafa þessa breytileika.

Í tilkynningunni segir að vísindamennirnir hafi sýnt fram á með mendelsku slembivali að breytileikar, sem stuðla að auknu rúmmáli heila, stuðla beint að Parkinsons sjúkdómi, og minnka líkur á ADHD. Niðurstöður annarra sem einnig hafi beitt mendelsku slembivali hafi bent til marktækra áhrifa breytileika, sem hafa áhrif á námsárangur, á Parkison sjúkdóminn. Niðurstöður þessarar rannsóknar bendi til þess að aukið heilarúmmál sé líklegri skýring á aukinni áhættu á Parkinson sjúkdómi en að rekja megi hana til menntunar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins