Þetta sagði Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að sögn Sky News. Hann sagði ekki hvenær reikna megi með að úkraínskar hersveitir sæki að Krím og sagði aðeins að það muni gerast „fljótlega“.
Úkraínumenn hafa gert fjölda árása á Krím að undanförnu og á brúna sem tengir skagann við rússneska meginlandið.