New York Times skýrir frá þessu og byggir á upplýsingum frá leyniþjónustumönnum.
TV2 hefur eftir Palle Ydstebø, yfirlautinant og yfirkennara við norska varnarmálaskólann, að þetta sé nú ekki alveg sannleikurinn. „Það er áhugavert að það eru meiri áhyggjur í rússneskum greiningum en vestrænum,“ sagði hann og benti á að núna séu hörðustu bardagarnir í suður- og austurhluta Úkraínu. Þar leggi Rússar mikið í sölurnar til að verjast.
Hann sagði að þeir hafi þakið þessi svæði með jarðsprengjum og öðrum varnarlínum og það sé erfitt fyrir Úkraínumenn að sækja fram.