fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Segir markvissar aðgerðir Úkraínumanna hafa skilað árangri og sókn þeirra sé nú hafin af krafti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. júlí 2023 04:04

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir takmarkaðan árangur úkraínska hersins í sókn sinni framan af sumri virðist sem hún sé farin að ganga betur og að hernum hafi tekist að brjóta Rússa á bak aftur víða við víglínuna. Á fimmtudaginn náðu Úkraínumenn bænum Staromaiorske, í suðvesturhluta landsins, úr klóm Rússa og þeir hafa einnig sótt fram á milli bæjanna Robotyne og Verbove í Zaporizhzhia. Einnig hafa þeir náð ágætum árangri við Bakhmut í Donetsk og eru rússneskar hersveitir undir miklum þrýstingi þar.

Sókn Úkraínumanna var umfjöllunarefni Jacob Kaarsbo, sérfræðings hjá hugveitunni Europa og fyrrum sérfræðings hjá leyniþjónustu danska hersins, í grein á vef TV2 nýlega.

Hann bendir á að margir virtir fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi gefið í skyn í sumar að „gagnsóknin sé að mistakast“ og að Úkraínumenn virðist ekki geta nýtt sér þau vestrænu vopn sem þeir hafa fengið.

The Economist spurði nýlega hvort „sóknin sé alveg stopp?“ en svaraði síðar að „enn sé hægt að ná árangri“.

Segir Kaarsbo að þessi neikvæði fréttaflutningur virðist enn eiga rætur að rekja til dapurlegra mynda af fimm eða sex ónýtum Leopard-skriðdrekum og tólf til fjórtán ónýtum Bradley-ökutækjum frá fyrstu dögum gagnsóknarinnar. „Þegar upp er staðið er eflaust hárrétt að Úkraínumenn biðu mikið tjón í byrjun júní og að þeim tókst ekki að ná neinum markverðum árangri í rúman mánuð. En í heildina eru efasemdirnar þó yfirdrifnar,“ skrifar hann.

Hann bendir á að þrátt fyrir að Úkraínumönnum hafi ekki tekist að sækja fram í sex vikur hafi alls ekki verið rólegt við víglínuna eða að baki henni. Í staðinn fyrir að lenda beint á velundirbúnum rússneskum varnarlínum hafi Úkraínumenn gripið til markvissra aðgerða til að veikja þær.

Í fyrsta lagi hafi þeim tekist að eyðileggja fjölda rússneskra stórskotaliðskerfa á degi hverjum.

Í öðru lagi hafi þeim tekist að veikja skotgrafavarnir Rússa með því að beita klasasprengjum.

Í þriðja lagi hafi þeir þurft að finna út hvernig þeir gætu brotist í gegnum svæði sem eru þakin jarðsprengjum. Þetta hafi kallað á fleiri fótgönguliða og hægfara jarðsprengjueyðingu.

Í fjórða lagi hafi þeir notað langdræg bresk og frönsk flugskeyti til að gera árásir á rússneskar skotfærageymslu og birgðaflutningaleiðir, ekki síst á norðurhluta Krím þar Rússar hafa byggt birgðaleiðir sínar til suðurhluta Úkraínu upp.

Hann bendir einnig á að það sé athyglisvert að á sama tíma og vestrænir fjölmiðlar hafi verið svartsýnir fyrir hönd Úkraínumanna hafi rússneskir herbloggarar margir hverjir verið fullir efasemda um möguleika Rússa til sigurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út