fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Óróleiki innan hersins getur haft neikvæð áhrif á stríðsrekstur Rússa

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. júlí 2023 17:00

Sergei Shoigu (h), varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov (v), æðsti herforingi Rússa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misheppnaður hernaður Rússa í Úkraínu hefur valdið klofningi innan hersins og er yfirstjórn hans harðlega gagnrýnd. En það er ekki víst að þetta muni hafa neikvæð áhrif á stríðsreksturinn til langs tíma litið.

Einn hershöfðingi er horfinn, annar hefur verið fluttur til í starfi og er hugsanlega í Sýrlandi og margir af hæst settu herforingjunum eru sagðir grunaðir, eða hafi verið handteknir, í aðgerð sem gæti verið stærsta hreinsunin innan rússneska hersins áratugum saman.

Um 17 mánuðir eru liðnir frá því að innrásin hófst. Það leynir sér ekki að stríðið hefur gengið nærri rússneska hernum, allt frá fótgönguliðum, sem hafa mátt þola óhugnanlega mikið mannfall, upp til æðstu herforingjanna.

Óánægja með stríðsreksturinn virðist vera útbreidd, einnig meðal æðstu yfirmanna hersins.

Í kjölfar skammvinnrar uppreisnar Yevgeny Prigozhin og Wagnerliða í júní, þar sem þeir kröfðust þess meðal annars að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, æðsti yfirmaður hersins, myndu víkja úr embætti, kom berlega í ljós að mikil átök eiga sér stað á bak við tjöldin.

Besta dæmið um óánægjuna kom fram þegar Ivan Popov, hershöfðingi, gagnrýndi yfirstjórn hersins í ræðu sem hann flutti fyrir undirmenn sína. Upptaka af ræðu hans er í dreifingu á Internetinu.

Ekki leið á löngu þar til varnarmálaráðuneytið brást við ummælum hans og eftir því sem Popov segir þá fannst yfirmönnum hans, sem hann hefði í hótunum við þá. Þeir hafi því á örskömmum tíma komið því til leiðar að honum var ýtt til hliðar.

Rússneski herbloggarinn og þjóðernissinninn Mikhail Zvintjuk skrifaði í kjölfarið á Telegram að það að missa Popov, sem var mjög vinsæll meðal hermanna sinna, muni ekki bæta útlitið fyrir Rússa í Úkraínu. Hann skrifaði einnig að deilur Popov og yfirstjórnarinnar sýni vel hvað sé mikilvægast: skortur á samstöðu.

Popov er ekki eini hershöfðinginn sem hefur lent í vanda að undanförnu samhliða því að klofningurinn á milli yfirstjórnar hersins og hershöfðingjanna hefur orðið greinilegri.

Á síðustu vikum hafa fregnir borist af því að margir hershöfðingjar hafi verið handteknir. Wall Street Journal sagði nýlega að tíu hershöfðingjar hafi verið handteknir í kjölfar uppreisnar Prigozhin og að svipaður fjöldi hafi lent í fangelsi eða verið fluttur til í starfi.

Sá þekktasti er Sergei Surovikin, sem stýrði hernaðinum í Úkraínu um skamma hríð síðasta haust. Hann er mjög vinsæll meðal þjóðernissinnaðra herforingja. Moscow Times segir að Surovikin, sem hefur ekki sést vikum saman, sé í haldi og hafi verið um langa hríð.

Ekki eru allir sérfræðingar þeirrar skoðunar að til dramatísks uppgjörs komi innan hersins. Hershöfðingjum verði frekar ýtt til hliðar, fái veigaminni stöður og verði að sætta sig við að aðrir taki við stöðu þeirra. Menn sem eru með vindinn í bakið.

„Í Rússlandi eru hershöfðingjar ekki settir bak við lás og slá í tugatali. Ofurstar og majorar eru handteknir en ekki hershöfðingjar sem stýra heilu héraði eða herdeild,“ hefur rússneski miðillinn Volja eftir heimildarmanni innan leyniþjónustunnar FSB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“