Dagbladet skýrir frá þessu og segir að nú sé herskyldualdurinn í Rússlandi 18 til 27 ára fyrir karlmenn. En nú er reiknað með að efri aldursmörkin verði hækkuð í 30 ár vegna vilja Pútíns um að fjölga í hernum.
Þessi hækkun efri aldursmarkanna mun verða til þess að hægt verður að fjölga hermönnum en þetta er ekki endilega skynsamlegt að mati Arne Bård Dalhaug, fyrrum herforingja í norska hernum. „Veikleikinn er að það verða miklu fleiri teknir inn sem eru ekki í líkamlegu ástandi til að gegna herþjónustu. Ungir Rússar á tvítugsaldri eru í betra formi en þeir sem eru á þrítugsaldri. Helsta ástæðan er að heilsufar rússneskra karla er á hraðri niðurleið vegna mikillar áfengisnotkunar og reykinga,“ sagði hann.
Hann sagði að margir af nýliðunum muni fá lélega þjálfun og ekki minnst eiga í vandræðum með áfengi og tóbak. Þeir geti þó fyllt upp í götin í rússneskum skotgröfum.