fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Úkraínumenn gerðu árás á brúna milli Krím og Rússlands – „Næturgali, minn kæri bróðir“

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 11:02

Mynd sem sýnir skemmdir eftir árás á Kerch-brúna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar víða um heim greindu frá því í morgun að tvær sprengingar hefðu orðið á brúnni yfir Kerch sund sem skilur að Krímskaga og Rússland en eins og kunnugt er innlimuðu Rússar skagann, sem tilheyrði Úkraínu, árið 2014. Brúin er eina vegtengingin milli Rússlands og skagans og bæði bílar og lestir fara þar yfir.

CNN greinir frá því að tvær sprengingar hafi orðið á brúnni milli klukkan 3 og 4 í nótt að staðartíma. Par, karl og kona, sem var að keyra í bifreið sinni yfir brúna lést en dóttir þeirra særðist og hluti brúarinnar hrundi. Að sögn héraðsstjóra Belgorod héraðs í suðurhluta Rússlands var fjölskyldan þaðan og hann vottaði ástvinum hennar samúð sína.

Andrii Yusov talsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins segir brúna mjög mikilvæga fyrir birgðaflutninga Rússa vegna yfirstandandi stríðsátaka og verði erfiðara að nota hana komi það Úkraínumönnum til góða í átökunum milli herja þjóðanna. Hann viðurkenndi þó ekki að Úkraínumenn hefðu gert árás á brúna en vitnaði í yfirmann leyniþjónustunnar sem sagði brúna vera óstöðugt mannvirki.

Leyniþjónusta Úkraínu setti inn dulfarfull skilaboð á samfélagsmiðla sem virðast gefa til kynna að hún beri ábyrgð á sprengingunum og hafi þar með gert árás á brúnna:

„Næturgali, minn kæri bróðir. Brúin er farin aftur að sofa.“

Rússneskir fjölmiðlar segja að lestarteinarnir á brúnni hafi ekki skemmst og lestarumferð haldi áfram en þó með töfum.

Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínumenn hafi skotið eldflaugum á brúna með drónum en hafa ekki fært sönnur á þær fullyrðingar. Þau kalla árásina hryðjuverk og segja að sakamálarannsókn sé hafin og leyniþjónusta Úkraínu beri ábyrgðina.

Heimildarmaður CNN innan leyniþjónustu Úkraínu segir árásina hafa verið samvinnuverkefni stofnunarinnar og úkraínska sjóhersins.

Þetta er í annað sinn sem Úkraínumenn gera árás á brúna. Í október á síðasta ári olli mikil sprenging því að hluti hennar hrundi en fyrr í þessum mánuði viðurkenndi Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra, að Úkraínumenn hefðu þá gert árás á brúna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“