fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Manndráp á Íslandi – Eitt högg getur skilið milli lífs og dauða

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manndráp á Íslandi eru tiltölulega fátíð þegar tölfræði er skoðuð, eða um tvö á ári að meðaltali. Manndráp frá árinu 2000 til dagsins í dag eru 54 talsins, 2,3% að meðaltali á 23,5 árum.

Fjögur manndráp hafa verið framin á þessu ári og eru þau öll enn til rannsóknar hjá lögreglu. Í tveimur tilvikum voru karlmenn stungnir til bana, í einu tilviki er óljóst hvernig andlátið bar að, en í síðasta málinu var að sögn vitna aðeins eitt höfuðhögg sem olli andláti 25 ára karlmanns. 

Fyrr í dag greindi DV frá söfnun sem komið hefur verið af stað til að koma jarðneskum leifum mannsins og kistu hans heim til föðurlands hans, Litháen, en ungi maðurinn hafði búið hér og starfað í nokkra mánuði og var kærasta hans nýflutt til landsins.

Sjá einnig: Karolis lést eftir banvænt högg á LÚX – Fjölskyldan safnar fyrir kistunni heim

Vopnum hefur oft verið beitt til að ráða mönnum bana, og er eggvopn algengast. Einnig hafa fólskulegar líkamsárásir, jafnvel fleiri en eins geranda í sama máli, þar sem ítrekað er barið og sparkað í höfuð og líkama þolanda, valdið því að þolanda er ráðinn bani. 

Lögreglan hefur ekki gefið upp hvernig tildrög voru í máli hins 25 ára gamla Karolis Zelenkauskas, en ef lýsingar vitna samkvæmt heimildum DV eru réttar þá er manndrápið eitt nokkurra mála hér á landi þar sem eitt hnefahögg í höfuð var allt sem þurfti til að deyða mann.

Má telja víst að margir telji eitt höfuðhögg ekki geta valdið miklum skaða, en neðangreind manndrápsmál bera vitni um annað. 

Tvö ungmenni tældu mann

Úlfar Úlfarsson, 28 ára gamall fannst látinn á tröppum bakhúss við Bankastræti 14 í Reykjavík um klukkan sjö sunnudagsmorguninn 3. mars 1991. Banamein hans var höfuðáverkar. Tvö ungmenni, 17 ára drengur og 15 ára stúlka, voru handtekin. Játuðu þau að hafa ráðist á Úlfar og annan karlmann síðar um nóttina og rænt verðmætum af þeim báðum, en veski Úlfars fannst tómt síðar um morguninn í garði Stjórnarráðsins. Sagðist stúlkan hafa lokkað mennina inn í húsasund, þar sem drengurinn réðst á þá og rændi. Seinni karlmaðurinn komst undan við illan leik og fann lögreglan hann mikið slasaðan í Lækjargötu. 

Drengurinn sló Úlfar í höfuðið sem olli því að hann féll og rak höfuðið í steintröppur við fallið með þeim afleiðingum að hann lést. Stúlkan hafði áður komið við sögu lögreglu en drengurinn ekki, viðurkenndu bæði að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar þau réðust á mennina. 

Drengurinn hlaut fimm ára dóm og stúlkan þriggja ára dóm fyrir manndrápið. Höfðu þau 2.000 kr. af Úlfari við verknaðinn.

Kýldir í hálsinn á skemmtistað

Árið 2004 áttu tvö manndráp sér stað á skemmtistað, annað í Keflavík og hitt í Mosfellsbæ. Í báðum tilvikum leiddi rifrildi og áreiti til þess að gerandi kýldi þolanda einu höggi í hálsinn svo bani hlaust af.

Flemming Tolstrup, 32 ára danskur hermaður, lést á veitingastaðnum Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 13. nóvember 2004. Scott McKenna Ramsay, 29 ára Breti, kýldi Tolstrup í hálsinn þar sem hann stóð við bar staðarins, með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Tolstrup hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey sagði að ástæðan fyrir högginu hefði verið sú að þolandi hefði verið að áreita sambýliskonu hans ítrekað. Hann átti ekki sakaferil að baki og játaði brot sitt skýlaust við yfirheyrslu lögreglu. Hann hlaut 18 mánaða dóm, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna með héraðsdómi Reykjanesi í október 2005, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 23. mars 2006. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna, en Ramsay hafði greitt þær eftir uppkvaðningu héraðsdóms.

Banvænt högg á Ásláki

Mánuði síðar, aðfararnótt 12. desember lést Ragnar Björnsson, 55 ára gamall,  á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ. Stóð hann ásamt konu sinni við anddyri staðarins þegar Loftur Jens Magnússon, 25 ára gamall, tróð sér inn á staðinn og felldi niður glas sem brotnaði við fætur Ragnars. Ragnar skammaði Loft sem brást reiðilega við og kýldi Ragnar í hálsinn með þeim afleiðingum að hann féll á gólfið og rak höfuðið í. Slagæð rifnaði við höggið og blæddi mikið inn á höfuðkúpu Ragnars. Hann lést vegna mikillar blæðingar á milli heila og innri heilahimnu. 

Loftur var mjög ölvaður við árásina. Hæstiréttur mat það svo að þó árásin hafi verið hrottaleg og tilefnislaus hafi hann ekki gert sér grein fyrir því að hún gæti leitt Ragnar til dauða. Loftur hlaut þriggja ára dóm og var einnig dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur. Í dóminum var tiltekið að ekkert í gögnum málsins benti til þess að hann hafi eftir manndrápið leitað sér aðstoðar vegna óreglu sinnar eða reynt á einhvern hátt að bæta fyrir brot sitt  auk þess sem málið hafði tafist af hans völdum. Þótti ekki sýnt að hann ætti sér nokkrar málsbætur og þótti dómnum því ekki hjá því komist að þyngja refsingu hans.

Manndráp óupplýst í nær 50 ár

Manndráp hérlendis eiga það sammerkt að alla jafna tekur stuttan tíma að finna geranda, upplýsa um málsatvik og ákæra, þó mörgum finnist dómstólaleiðin síðan taka of langan tíma. Ein fjögur manndráp eru óupplýst, og það síðasta er andlát hins tvítuga Benedikts G. Jónssonar, sem fannst meðvitundarlaus fyrir utan Þórskaffi í Brautarholti í Reykjavík aðfararnótt föstudagsins 8. Nóvember 1974. Benedikt sem var frá Ströndum hafði verið á skemmta sér á Röðli í næstu götu ásamt vini sínum og röltu þeir að Þórscafé. Þar lentu þeir í slagsmálum en aldrei fékkst upplýst hver tildrög þeirra voru. Benedikt var færður á sjúkrahús, en var látinn þegar þangað kom. Þrír voru handteknir og játaði einn þeirra að hafa slegist við Benedikt. Fjöldi vitna var einnig yfirheyrður. Engir áverkar voru á líkama Benedikt og rannsókn málsins leiddi ekki til neinnar ákæru. Mál þetta er enn óupplýst nærri fimm áratugum síðar. Má leiða líkur að því að banamein Benedikts hafi verið eitt högg, þar sem engir áverkar fundust. 

Þjóðviljinn 12. nóvember 1974, skjáskot timarit.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“