fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Sóknarnefndin í Njarðvík sparkaði kórstjóranum – „Vanvirðing og vanþakklæti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 11:26

Ytri-Njarðvíkurkirkja. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðallega finnst mér leiðinilegt hvernig sóknarnefnin sýnir fólkinu í kórnum vanvirðingu og vanþakklæti,“ segir Stefán Helgi Kristinsson, fráfarandi kórstjóri í Njarðvíkursókn, í samtali við DV, en sóknarnefndin sagði honum upp í apríl. Stefán segist hafa átt í afar ánægjulegu samstarfi við kórfélaga og byggt kórinn upp úr nánast engu.

„Í covid voru fjórir í kórnum en núna eru 12 til 14, þetta var farið að ganga ágætlega,“ segir Stefán. Aðspurður segist hann einnig hafa átt í góðu samstarfi við prestana í Ytri-Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvíkurkirkju og Kirkjuvogskirkju í Höfnumn.

„Það er bara sóknarnefndin sem ákveður þetta upp á sitt einsdæmi,“ segir Stefán. „Ég vil bara nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa stutt mig í gengum þetta. Ég hef fengið mikinn stuðning frá kórnum og prestarnir voru ekki ánægðir með þetta.“

Stefán segir að uppgefin ástæða sóknarnefndarinnar fyrir uppsögninni hafi verið breyttar tónlistaráherslur. Hann hugar núna að nýjum verkefnum. „Ég vona að núna opnist einhverjar nýjar dyr,“ segir hann.

Stefán skrifaði eftirfarandi pistil á Facebook um málið:

„Mér var sagt upp störfum í lok apríl af sóknarnefndum í Innri- og Ytri-Njarðvíkursókn án þess að það hafi verið borið undir prestanna og án rökstuðnings.

Ég fékk frábæran stuðning frá kórfélögum sem hættu allir með tölu við þessa gjörð sóknarnefndanna. Þannig að nei, kirkjukórinn er EKKI í sumarfríi!!!

Ég þakka prestunum fyrir frábært samstarf allan minn starfstíma í Njarðvíkurprestakalli.

Þakka líka öllum kórfélögum sem hafa sungið undir minni stjórn á þessum árum kærlega fyrir samstarfið og að vera alltaf boðin og búinn að syngja og leiða sönginn í kirkjunum.

Sérstaklega þakka ég kórfélögunum sem voru með mér þennan síðasta vetur minn að standa svona þétt við bakið á mér á erfiðum tímamótum.

Þakka öllum barna- og æskulýðsfulltrúum sem hafa starfað með mér í gegnum tíðina kærlega fyrir frábært samstarf.

Eins þakka ég öllu öðru samstarfsfólki kærlega fyrir samstarfið á þessum næstum 13 árum sem ég starfaði við Njarðvíkurprestakall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafþór Logi látinn

Hafþór Logi látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg Magnúsdóttir látin

Guðbjörg Magnúsdóttir látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Á hælunum á „afar hættulegum“ morðingja sem myrti ungan tæknifrumkvöðul

Á hælunum á „afar hættulegum“ morðingja sem myrti ungan tæknifrumkvöðul