fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Almannatengill rýnir í yfirlýsingu Birnu – „Hún virðist einnig detta í þá gildru að vera „passive aggressive““

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. júní 2023 16:00

.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Einarsdóttir lét í nótt af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka, í kjölfar þungrar gagnrýni og reiðiöldu vegna afhjúpana sem birtast í sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Sáttin afhjúpaði að lög voru brotin við sölu á hlut bankans til fjárfesta í fyrra. Kallað hefur verið eftir afsögn Birnu undanfarna daga.

Birna sendi yfirlýsingu um málið til fjölmiðla í nótt. Guðmundur Heiðar Helgason, almannatengill hjá auglýsingastofunni TVIST, rýnir í yfirlýsingu Birnu og er ekki yfir sig hrifinn. Hann segir skriflegar yfirlýsingar einnig vera þeim annmörkum háðar að tilfinningablæbrigði komist þar ekki til skila. Almannatenglinum þykir yfirlýsinguna skorta eiginlega afsökunarbeiðni auk þess sem Birna falli í þá gryfju að vera „passive-agressive“ :

„Það er gjarnan sagt að 10% samskipta séu “það sem þú segir” og 90% “hvernig þú segir það”. Líkamstjáning, skap, raddblær og svipir komast illa til skila í textum.

Það er ástæða fyrir því að við notum “emojis” í okkar daglegu samskiptum á netinu.

Og hafið þið prófað að nota kaldhæðni í textaskilaboðum? Ég mæli ekki með.

Fyrstu viðbrögðin komu frá bankastjóranum í nótt í skriflegri yfirlýsingu. Birna segist axla ábyrgð, en mér finnst persónulega vanta auðmýkt eða afsökunarbeiðni í yfirlýsinguna. Hún virðist einnig detta í þá gildru að vera “passive aggressive” á einum stað. „Umræðan hefur verið óvægin og ýmsum stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um afsögn mína. Ég óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum.”

Það gæti verið að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er ókosturinn við svona skriflegar yfirlýsingar. Sérstaklega í svona hitamálum. Þær verða opnar til túlkunar. Það vantar allan raddblæ og tilfinningar.“

Guðmundur segir að einlægni og tilfinningarík tjáning borgi sig við krísustjórnun og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi gripið til þeirra verkfæra með eftirminnilegum árangri fyrir tíu árum:

„Í kringum Alþingiskosningar 2013 voru innanhússdeilur hjá Sjálfstæðisflokknum og fylgi flokksins mældist lágt um 2 vikum fyrir kosningar. Bjarni Ben mætti í leiðtogaviðtal í beinni þar sem hann svaraði spurningum um stöðu sína innan flokksins.

Bjarni þótti afar einlægur í þessu viðtali. Hann talaði opinskátt og sýndi tilfinningar. Viðtalið var upphafið á viðsnúningi hjá Bjarna og Sjálfstæðisflokkurinn endaði sem stærsti flokkurinn á þingi í lok kosninga.

Hvernig ætli þessi saga hefði endað ef hann hefði bara sent frá sér skriflega yfirlýsingu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns