fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 1. júní 2023 11:00

Wikimedia/myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisútvarpið, BBC , hefur komist að því að sönnunargögnum um möguleg mannréttindabrot hafi verið eytt af tæknifyrirtækjum.

Myndbönd sem þykja einum of ofbeldisfull eru fjarlægð af Internetinu, oft með aðstoð gervigreindar, en það getur hins vegar haft í för með sér að myndefni sem getur nýst við rannsóknir á stríðsglæpum verði fjarlægt.

Fyrirtækin Meta (Facebook) og Youtube segjast hafa það að markmiði að bæði sinna skyldum sínum við að vitna um mögulega stríðsglæpi og vernda notendur gegn skaðlegu myndefni.

Fyrirtækin segjast veita undanþágu gagnvart ofbeldisfullu myndefni ef það er í þágu almannahagsmuna en BBC segir að þegar miðilinn ætlaði að setja myndband, inn á síður sínar hjá Youtube og Facebook, sem sýndi árásir á óbreytta borgara í Úkraínu hafi því verið snarlega eytt.

Segir í fréttinni að gervigreind sé ekki fær um að meta hvort myndefni sé í þágu rannsókna á stríðsglæpum og fjarlægi því allt sem þyki einum of ofbeldisfullt.

Mannréttindasamtök segja nauðsynlegt að tæknifyrirtæki komi í veg fyrir að upplýsingum um mögulega stríðsglæpi sé eytt.

Mörg dæmi um að myndböndum sem sýna stríðsglæpi hafi verið eytt

BBC ræddi m.a. við blaðamanninn Ihor Zakharenko sem hefur síðan Rússland réðst inn í Úkraínu skrásett árásir á óbreytta borgara. Fyrir rúmu ári tók hann myndbönd af líkum karla, kvenna og barna sem öll höfðu verið skotin til bana af rússneskum hermönnum, í úthverfi Kyiv. Myndböndin sýndu 17 lík.  Hann vildi birta þau á Internetinu svo að allur heimurinn gæti séð hvað rússneski herinn hefði gert.

Zakharenko setti myndböndin inn á bæði Facebook og Instagram en þau voru fjarlægð með hraði. Hann segir Rússa hafa haldið því fram að myndböndin væru fölsuð.

Fréttamenn BBC reyndu að setja myndböndin inn á Youtube og Instagram, í gegnum gervireikninga, en þau voru öll fjarlægð innan 10 mínútna.

Fyrirtækin höfnuðu því að leyfa birtingu á grundvelli þess að um væri að ræða sannanir um stríðsglæpi.

BBC hefur rætt við fólk sem orðið hefur fyrir barðinu á stríðsátökum og orðið vitni að því að sams konar myndbönd og hjá Zakharenko hafi verið  fjarlægð. Þar með er þessu fólki gert mjög erfitt fyrir við að sanna að það hafi sannarlega lifað árásir af.

Meta segist taka vel í óskir yfirvalda um að varðveita myndbönd sem geta verið sönnunargögn um stríðsglæpi. Youtube segist hins vegar ekki vera varðveisluaðili og að einstaklingar og félagasamtök sem vilji varðveita slík myndbönd verði að gera aðrar ráðstafanir.

Þýsku mannréttindasamtökin Mnemonic vinna að því að vista myndefni af þessu tagi áður en það er fjarlægt. Einstaka samtök geta hins vegar ekki varðveitt allt myndefni úr netheimum sem sýnir mögulega stríðsglæpi.

Baráttufólk fyrir mannréttindum segir nauðsynlegt að koma á formlegu kerfi til að safna og varðveita myndefni af þessu tagi sem hefur verið eytt.

Er talað um að þrýsta þurfi á tæknifyrirtæki um að ná einhvers konar samkomulagi við þá aðila sem hafa það hlutverk að draga þá til ábyrgðar sem kunna að hafa gerst sekir um stríðsglæpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“