fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. maí 2023 09:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa erkifjendurnir í Armeníu og Aserbaídsjan deilt um Nagorno-Karbakh í suðurhluta Kákasus. Bæði ríkin, sem voru áður hluti af Sovétríkjunum, hafa gert kröfu um yfirráð á svæðinu.

Svæðið er almennt talið hluti af Aserbaídsjan en fólk af armenskum ættum, með stuðningi Armena, hefur ráðið yfir svæðinu frá 1994. Oft hefur komið til átaka á milli ríkjanna um svæðið en nú stefnir hugsanlega í frið og það gætu verið slæm tíðindi fyrir Vladímír Pútín og Rússland.

í síðustu viku sagði Nikol Pasjinian, forsætisráðherra Armeníu, að hann viðurkenni yfirráð Aserbaídsjan yfir svæðinu.

Þessi nýja stefna Armena er háð skilyrðum um tryggingu fyrir því að öryggi Armena á svæðinu verði tryggt því að öðrum kosti getur það haft þjóðhreinsun í för með sér að mati Pasjinian. Rússneska Tass fréttastofan skýrir frá þessu og segir að forsætisráðherrann hafi sagt að hann vonist til að ríkin nái fljótlega saman um texta friðarsamnings og geti skrifað undir hann.

Enn er ekkert fast í hendi varðandi frið en ef þjóðirnar ná saman verða það söguleg tíðindi, einnig fyrir Rússland.

Rússar hafa lengi verið í hlutverki sáttasemjara á milli ríkjanna og Armenía er hluti af rússneska varnarbandalaginu ODKB sem hefur haft í för með sér að Rússar hafa þurft að tryggja frið á svæðinu með því að hafa friðargæslusveitir þar. Deilurnar hafa því gert að verkum að Armenar hafa verið háðir Rússum.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá Dansk Institute for Internationale Studier sagði í samtali við Jótlandspóstinn að ef friðarsamningur komist á muni Rússar örugglega tapa á því. Þeir hafi venjulega haft ávinning af deilum af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“