fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Telur fyrstu merki um byltingu Prigozhin gegn Pútín vera farin að sjást – „Ef hann væri bara einn að verki þá hefði honum verið tortímt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. maí 2023 12:36

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, stofnandi málaliðahersins Wagner Group, vinnur með ótilgreindum öflum í innsta hring Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og er markmiðið að steypa einræðisherranum af stóli. Þetta fullyrðir Igor Girkin, leiðtogi Reiðra föðurlandsvina, hóps öfgaþjóðernissinna sem stofnaður var í apríl og á að knýja fram miskunnarlausri stefnu rússneska hersins í Úkraínu og að allir yfirmenn hans verði reknir. Í færslu á samskiptamiðlinum Telegram kemur fram að Girkin telur að sjá megi fyrstu merki þess að uppreisn sé í bígerð gegn forsetanum og við því verði að bregðast.

Segir Girkin, sem er með um 800 þúsund fylgjendur á miðlinum, að draga muni til tíðinda í síðasta lagi seint í sumar. „Prigozhin hefur verið í stríði við herinn og valdaelítu landsins. Að sjálfsögðu eru fleiri með honum í liði, ef hann væri bara einn að verki þá hefði honum verið tortímt,“ sagði Girkin.

Þrátt fyrir að Girkin og hópur hans hafi verið  mjög gagnrýninn á Pútín þá telur hann að núverandi forseti sé sá eini sem er hæfur til að leiða rússnesku þjóðina. „Ef Pútín verður bolað frá völdum er það ávísun á hrun Rússlands,“ hefur verið haft eftir Girkin.

Girkin, sem er dæmdur stríðsglæpamaður og hefur alþjóðlega handtökuheimild yfir höfði sér, telur að Pútín muni upplifa aukna ógn nú þegar Wagner-liðar eru farnir að hverfa frá vígvellinum við úkraínsku borgina Bakhmut og að vígamennirnir geti verið notaðir til þess steypa Rússlandsforseta af stóli.

Aðrir telja, þar á meðal Abbas Gallyamov fyrrum ræðuskrifari forsetans, að ef bylting muni eiga sér stað þá muni hún hefjast í útjaðri veldis Pútíns á svæðum nærri Úkraínu þar sem að öfl óvinveitt honum hafi þegar tekið sér bólfestu.

Hvað sem öðru líður þá er ljóst að orð Girkin bera merki um þá óeiningu sem ríkir í efstu lögum Rússlands og þar er áðurnefndur Yevgeny Prigozhin, oft nefndur Kokkur Pútíns, í miðju stormsins.

Andstæðingar Yevgeni Prigozhin telja að hann sé að undirbúa að velta Pútín af stalli. Mynd:Getty

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum