fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Viðkvæmt kynferðisbrotamál á Selfossi – „Nýtti sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi þann 7. júní næstkomandi, í máli manns sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni. Málið er viðkvæmt og þinghaldið verður lokað.

Kæran er í tveimur liðum og er maðurinn annars vegar sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa brotið gegn stúlku sem hann deildi heimili með. Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp í ákærunni en orðrétt segir:

„Nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta á tímabilinu apríl til desember 2020 haft önnur kynferðismök við Y, á heimili ákærða og Y að […], þar sem Y var […], með því að beita Y ofbeldi og ólögmætri nauðung þar sem ákærði nýtti sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað, en ákærði káfaði á berum kynfærum og brjóstum hennar, stakk fingri í leggöng hennar og lét hana snerta getnaðarlim sinn, en stúlkan var þá á aldrinum […] ára.“

Hins vegar er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, en til vara fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot, með því að hafa á tímabilinu 4. maí til 17. desember árið 2020 sent stúlkunni kynferðislegar myndir og viðhaft kynferðislegt tal við hana. „Með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi hennar og sýndi henni ósiðlegt athæfi,“ segir í ákærunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkosnaðar. Fyrir hönd stúlkunnar er gerð krafa um miskabætur upp á 4,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“