fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Hesthúsdramað á Hvammstanga heldur áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 16:58

Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leigði hluta af hesthúsi á Hvammstanga árið 2016. Í lok sama árs keypti hún helminginn af hesthúsinu en ósætti varð milli hennar og upphaflega eigandans. Konunni tókst þá að fá eignina boðna upp á nauðungarsölu hjá sýslumanni og keypti hesthúsið þar með húð og hári á 21 milljón króna. Konan sem hafði byggt hesthúsið árið 2011 og nýtt það með syni sínum næstu ár sat eftir með sárt ennið. Deilan var hins vegar bara rétt að hefjast og er núna komin fyrir Hæstarétt.

DV greindi frá málinu í marsmánuði. Þá féll úrskurður Landsréttar í málinu og staðfesti hann úrskurð héraðsdóms þess efnis að nauðungarsalan hefði verið lögleg. Konan sem byggði hesthúsið, en sat eftir tómhent, freistaði þess að fá málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Í rökstuðningi hennar fyrir áfrýjunarleyfi segir, í endursögn Hæstaréttar:

„Leyfisbeiðandi byggir á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi um skilgreiningu eignaréttar og laga um nauðungarsölu á hugtakinu óskiptri sameign. Þá sé úrlausn Landsréttar bersýnilega röng að efni til og það hafi verulega almenna þýðingu að úrskurðinum verði snúið við þar sem hann feli í sér að kaupandi fasteignar geti án afsals fyrir eign og óháð rétti sínum til afsals krafist nauðungarsölu á hinni seldu eign og þannig valdið seljanda eignarinnar verulegu tjóni.“

Það var niðurstaða Hæstaréttar að samþykkja beiðnina og verður málið því tekið fyrir í Hæstarétti. Í ákvörðun Hæstaréttar segir:

„Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggt er á af hálfu leyfisbeiðanda þannig að fullnægt sé skilyrðum 2. málsliðar 2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 sem hér á við, sbr. 2. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991. Beiðni um kæruleyfi er því samþykkt.“

Hæstiréttur vísar þarna til laga um meðferð einkamála. Í viðkomandi lagagrein segir að Hæstiréttur eigi að samþykkja að taka kæruefni fyrir ef það varðar mikilsverða almannahagsmuni, hefur fordæmisgildi eða grundvallarþýðingu fyrir meðferð málsins. „Þá getur Hæstiréttur tekið kæruefni til meðferðar ef ástæða er til að ætla að hin kærða dómsathöfn sé bersýnilega röng að formi eða efni,“ segir þar ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim