fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ótrúlega bíræfið brot – Stal 11 milljónum með því að þykjast vera látinn faðir sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 08:33

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. maí síðastliðinn sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness mann fyrir mjög ósvífin fjársvik.

Maðurinn hringdi í Íslandsbanka, kynnti sig fyrir starfsmanni bankans sem látinn faðir sinn, gaf upp leyninúmer á reikningi föðurins látna og lét starfsmann bankans millifæra 11 milljónir króna af reikningnum inn á sinn eigin reikning.

Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið 100 þúsund krónur úr hraðbanka með greiðslukorti föðurins.

Brotin áttu sér stað árið 2021. Maðurinn játaði og var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Gerð var einkaréttarkrafa á manninn fyrir hönd dánarbús föðurins upp á rúmlega 8,5 milljónir króna. Dómurinn féllst á þá kröfu og var maðurinn dæmdur til að greiða dánarbúinu þessa upphæð. Í texta dómsins segir ennfremur:

„Hann játar sök að fullu og fyrir dómi og áður við rannsókn málsins. Af hans hálfu var lýst að honum hefði brugðið mjög við andlát föður síns en þeir hefðu lengi haldið heimili saman og verið nánir. Eftir því sem fram hefur komið í málinu eru ákærði og […] hans einu erfingjar föður þeirra og verður að ætla að hlutur ákærða við búskipti hefði orðið í samræmi við það eftir atvikum. Á hinn bóginn beinist brotið að dánarbúi föður hans, þannig að ætla verður að brotið komi í reynd sérstaklega niður á meðerfingja ákærða, […] hans.“

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð

Flugfarþegar á leið frá Íslandi til vandræða tvo daga í röð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“