fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Ótrúlega bíræfið brot – Stal 11 milljónum með því að þykjast vera látinn faðir sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 08:33

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. maí síðastliðinn sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness mann fyrir mjög ósvífin fjársvik.

Maðurinn hringdi í Íslandsbanka, kynnti sig fyrir starfsmanni bankans sem látinn faðir sinn, gaf upp leyninúmer á reikningi föðurins látna og lét starfsmann bankans millifæra 11 milljónir króna af reikningnum inn á sinn eigin reikning.

Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa tekið 100 þúsund krónur úr hraðbanka með greiðslukorti föðurins.

Brotin áttu sér stað árið 2021. Maðurinn játaði og var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Gerð var einkaréttarkrafa á manninn fyrir hönd dánarbús föðurins upp á rúmlega 8,5 milljónir króna. Dómurinn féllst á þá kröfu og var maðurinn dæmdur til að greiða dánarbúinu þessa upphæð. Í texta dómsins segir ennfremur:

„Hann játar sök að fullu og fyrir dómi og áður við rannsókn málsins. Af hans hálfu var lýst að honum hefði brugðið mjög við andlát föður síns en þeir hefðu lengi haldið heimili saman og verið nánir. Eftir því sem fram hefur komið í málinu eru ákærði og […] hans einu erfingjar föður þeirra og verður að ætla að hlutur ákærða við búskipti hefði orðið í samræmi við það eftir atvikum. Á hinn bóginn beinist brotið að dánarbúi föður hans, þannig að ætla verður að brotið komi í reynd sérstaklega niður á meðerfingja ákærða, […] hans.“

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“