fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Magnús Aron svarar loksins til saka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 17:00

Magnús Aron (t.h.) ásamt lögreglumanni við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aron Magnússyni, sem ákærður er fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni, þann 4. júní í fyrra, verði um næstu mánaðamót.

Lengi var óvissa um hvort Magnús Aron væri sakhæfur en nú liggur niðurstaða matsmanna loksins fyrir og Magnús Aron mun þurfa að svara til saka. Þetta kemur fram í svari Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara hjá Embætti Héraðssaksóknara, við fyrirspurn DV. Segir hún að áætluð sé aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 29. – 31. mars.

Morðið vakti mikinn óhug landsmanna. Í ákæru er árásinni lýst svo, að Magnús hafi fyrst ráðist á Gylfa inni á stigagangi hússins að Barðavogi og síðan utan við húsið. Síðan segir í ákæru:

„…en er komið var út úr húsinu sparkaði ákærði í og kýldi [nafn] og náði honum niður í jörðina og þar sem [nafn] lá á jörðinni, kýldi ákærði, sparkaði og traðkaði margsinnis á höfði hans, þar á meðal andliti, og brjóstkassa, allt með þeim afleiðingum að [nafn] hlaut af húðblæðingar með undirliggjandi mjúkvefjablæðingum og merslu í andliti og hálsi, fjölbrot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini, innkýlt brot í fremri kúpugróf og útbreitt heilamar, sárrifur á vinstra hvirfilsvæði, vinstra augnsvæði og neðri vör og húðblæðingar og mjúkvefjablæðingar í djúpum og grunnum vöðvum aftanverðs háls og lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Auk þess hlaut [nafn] af stakar húðblæðingar og smásár á gripog ganglimum, stakar húðblæðingar og mjúkvefjablæðingar á bol og mjúkvefjablæðingu yfir vinstra herðablaði.“

Nágrannar Magnúsar, sem DV ræddi við daginn eftir morðið í fyrrasumar, lýstu honum sem tifandi tímasprengju. Nágrannarnir töldu að hann ætti að búa í sérstöku úrræði en ekki almennu íbúahverfi. Skömmu fyrir voveiflegt lát Gylfa var lögregla tvisvar kölluð að húsinu í Barðavogi vegna meintrar ógnandi framkomu Magnúsar við aðra íbúa í húsinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Í gær

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi