fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Dularfull loftárás nærri Moskvu bendir til þess að hugsanlega sé stríðið að þróast á nýjan hátt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. mars 2023 07:00

Tyrkneskur Bayraktar dróni en Úkraínumenn eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru óvenjulega margar árásir gerðar með drónum á rússnesku landsvæði. Talið er að drónarnir hafi verið frá Úkraínu. Sumir rússneskir fréttaskýrendur tala um að þetta geti verið upphafið að „nýjum fasa“ í stríðinu.

Atburðir síðustu viku benda til að úkraínskir drónar nái nú allt til stórborga á borð við Moskvu og St. Pétursborgar. En allt hófst þetta í Tuapse, við Svartahafið, þar sem eldur kom upp í olíuhreinsistöð. Síðan fréttist af drónum yfir Belgorod og Adygea í suðurhluta Rússlands. Í St. Pétursborg varð að loka Pulkovo flugvellinum vegna óþekktra hluta sem sáust þar á flugi. En það sem veldur líklega mestum áhyggjum hjá Kremlverjum er að dróni hrapaði nærri stórri gasstöð nærri höfuðborginni.

The Bell segir í umfjöllun um þetta að þessir atburðir geti ekki annað en valdið áhyggjum hjá Kremlverjum. Í fyrsta lagi sé um dróna af mismunandi tegundum að ræða og hafi þeir líklega verið sendir á loft frá mismunandi stöðum. Í öðru lagi sé drægi þeirra meiri en áður og því sé hugsanlega hægt að ráðast á skotmörk í Moskvu. Í þriðja lagi sé þetta í fyrsta sinn sem svo margar árásir hafi verið gerðar á nokkurn veginn sama tíma og það geri verkefni rússneska hersins enn erfiðari.

Margir telja að fyrrgreindir atburðir séu aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“