fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Starfsmaður á Reykjum rekinn eftir að hann kenndi börnum að vinna sér mein – „Þetta er mikill harmleikur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. mars 2023 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni í skólabúðunum á Reykjum hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks sem átti sér stað í kennslustund. Frá þessu greinir Vísir

Hefur fréttastofa Vísis heimildir fyrir því að í kennslustundinni hafi börnum verið kennt að vinna sér mein og lýst svo hvernig tilfinning fylgi því að deyja. Eins hafi verið fjallað um valdaójafnvægi milli kynjanna og sagði kennarinn að tími væri kominn til að leiðrétta það og ættu stúlkurnar í kennslustundinni að ráðast á drengina.

Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður skólabúðanna sem eru reknar af Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) sagði í samtali við Vísi að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku, en umræddur starfsmaður hafi starfað við búðirnar síðan UMFÍ tók við rekstri þeirra síðasta haust. Sagði Sigurður að umrædd kennslustund hafi ekki verið í samræmi við kennsluáætlun búðanna. Umræddur kennari er fullorðinn karlmaður og voru um þrjátíu börn í kennslustundinni.

Hefur öllum grunnskólum sem senda börn í búðirnar verið send tilkynning vegna málsins og segir Sigurður að litið sé á málið með alvarlegum augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin