fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Úkraínumenn beita ómönnuðum neðansjávardrónum gegn Rússum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 06:45

Neðansjávardrónar. Mynd: Ministry of digital transformation of Ukraine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku komu Rússar í veg fyrir árás Úkraínumanna á flotastöðina í Sevastopol með neðansjávardrónum. Þetta var örugglega ekki síðasta árásin af þessu tagi.

Úkraínumönnum hefur gengið mjög vel að valda Rússum tjóni með ómönnuðum fljúgandi drónum. En þeir leggja ekki allt undir á fljúgandi dróna því neðansjávardrónar eru einnig inni í myndinni hjá þeim.

Í síðustu viku notuðu þeir þrjá slíka dróna til að reyna að valda tjóni á Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krím. Rússum tókst að verjast árásinni en þetta var örugglega ekki í síðasta sinn sem þeir þurftu að verjast árás af þessu tagi því Úkraínumenn virðast vera að koma sér upp stórum flota af drónum af þessu tagi.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum og sjóliðsforingi, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að drónum af þessu tagi sé stýrt í gegnum Internetið og það sé hægt að fylla þá af eldsneyti. Hann sagðist telja að markmiðið með notkun dróna af þessu tagi sé að hæfa og sökkva rússneskum herskipum en þeir séu ekki orðnir nógu góðir til þess að það gangi upp. Þeir hafi því takmarkað gildi fyrir gang stríðsins enn sem komið er en margt bendi til að Úkraínumenn vinni að þróun þeirra.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Úkraínumönnum hafi ekki tekist að valda Rússum tjóni í síðustu viku þá stafi Rússum ógn af úkraínskum drónum og að úkraínski herinn muni mjög líklega gera nýjar drónaárásir á rússneska flotann í Svartahafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“

Sigmar segir andstöðu við nýtt Konukot kunnuglegt stef –  „Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““

Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni – „Miklu þyngra að vera dæmdur af „dómstól götunnar““
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Í gær

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“