fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Landsbankinn bregst við fölsuðu myndbandi – Harma að vegið sé að Eddu með þessum ósmekklega hætti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2023 13:06

Skilaboðin sem sögð voru hafa sést í hraðbankanum voru augljóslega fölsuð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilaboð sem sögð voru hafa birst í hraðbanka í útibúi Landsbankans, þar sem grínast var með að Edda Falak hefði ekki unnið í bankanum, eru fölsuð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu bankans vegna fyrirspurnar fjölmiðla.

„Edda Falak hefur aldrei starfað í þessum banka“

Það var Fréttin.is sem vakti athygli á málinu en síðan birti myndskeið þar sem ónefndur maður kveðst hafa farið í útibú til að taka út pening og séð þá eftirfarandi skilaboð á hraðbanka bankans. „Edda Falak hefur aldrei starfað í þessum banka“. Skilaboðin eru tilvísun í fréttir síðustu viku um að Edda hafi ekki komið hreint fram varðandi starfsferil sinn og að hafa sagt ítrekað ósatt í viðtölum að hún hafi starfað hjá fjárfestingabanka í Kaupmannahöfn og orðið það fyrir áreiti.

Málið vakti mikla athygli, ekki síst í ljósi þess að Edda hefur veitt þolendum vettvang með hlaðvarpsþætti sínum Eigin konur sem og herferð á samfélags- og fréttamiðlum um að frásögnum þolenda yrði trúað. Edda starfar í dag sem blaðamaður á Heimildinni en þrátt fyrir að fyrsta málsgrein siðareglna blaðamanna sé á þá leið að sannleikurinn skuli hafður að leiðarljósi við slík svör ákváðu forsvarsmenn miðilsins að standa með henni og lýsa því yfir að málið myndi ekki hafa áhrif á störf hennar.

Birti myndskeiðið á persónulegri Youtube-síðu sinni

Það var ritstjóri Fréttarinnar, Margrét Friðriksdóttir, sem birti myndbandið falsaða á persónulegri Youtube-síðu sinni og hefur það vakið nokkra athygli nú í morgun.

Hér má sjá myndskeiðið falsaða

Landsbankinn brást síðan við með því að senda frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla nú fyrir stundu þar sem áréttað var að um fölsun væri að ræða.

„Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans. Okkur þykir miður að einhver sjái sér hag í að vega að umræddri manneskju með þessum ósmekklega hætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra