Kona féll í gærmorgun niður í gilið við fossinn Glym í Hvalfirði og lét lífið. Um var að ræða ferðamann.
Fallið úr gilinu var mjög hátt og er talið að konan hafi látist samstundis. Hún var á þrítugsaldri og hafði verið í gönguferð með maka sínum.
Lögreglan á Vesturlandi ásamt sjúkraliði og fjölmennu liði frá björgunarsveitunum fóru á vettvang ásamt því að þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Að sögn Landsbjargar voru aðstæður á vettvangi mjög erfiðar og krefjandi. Mikill ís var í gilinu og því hætta á hruni yfir björgunarsveitarfólk.