fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæðingarorlofssjóður hafði betur í máli sem móðir höfðaði gegn sjóðnum til að freista þess að fá ákvörðun sjóðsins um greiðslur til hennar í fæðingarorlofi hnekkt.

Málið varðaði það að móðirin hafði flutt til Íslands í september 2019 eftir að hafa verið í framhaldsnámi í Danmörku í fjögur ár. Hún var þá barnshafandi. Hún hafði samhliða náminu verið að vinna.

Innan við 10 dögum eftir að hún hætti störfum í Danmörku hóf hún störf á íslenskum vinnumarkaði og svo fæddist henni barn í mars 2020.

Hagsmunamál fyrir íslenska lækna í sérnámi

Deilan í málinu varðaði útreikning fæðingarorlofssjóðs á mánaðarlegum greiðslum til hennar. En hún fékk lágmarksgreiðslu, 184.119 kr. Hefði hún fengið hærri greiðslur ef fæðingarorlofssjóður hefði litið til þeirra launa sem hún hafði þegar hún var í Danmörku.

Tók hún fram í máli sínu að námið sem hún fór í hafi ekki verið í boði á íslandi og það væri ekki aðeins brot á réttindum hennar sem væri hér um að ræða heldur mikið hagsmunamál fyrir íslenska lækna og íslenskt samfélag að þeir sem leituðu í sérnám erlendis sem ekki væri í boði hér á landi fengju full réttindi eins og lög á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir.

Móðirin sagði að hún hefði fengið þær upplýsingar frá Fæðingarorlofssjóði áður en hún flutti til Íslands að ef hún byrjaði að vinna innan 10 daga frá því að hún hætti vinnu í Danmörku ætti hún rétt á launatengdum greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði sem miðuðust við launin sem hún fékk í Danmörku.

Taldi hún að það bryti gegn reglum um evrópska efnahagssvæðið að líta aðeins til launa hennar á Íslandi en líta framhjá launum hennar í Danmörku.

Litið til starfstíma en ekki til launa

Í málinu var rakið að samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof taki lögin til réttinda foreldra á innlendum vinnumarkaði. Þó er tekið fram í lögunum að hafi foreldri unnið á íslenskum vinnumarkaði í minnst mánuð á ávinnslutímabili geti Vinnumálastofnun tekið tillit til starfstímabila foreldris í öðru aðildarríki EES-samningsins. Skilyrðið sé að foreldri hafi hafið störf á innlendum vinnumarkaði innan tíu virkra daga frá því að það hætti störfum í hinu ríkinu.

Hins vegar komi ekki fram í lögunum að varðandi útreikning á greiðslum beri að líta til launa í hinu erlenda ríki. Ákvæði laga um fæðingar- og foreldraorlof sé þvert á móti mjög skýrt og þar komi fram að miða skuli við heildarlaun foreldris fyrir það tímabil sem það hafi verið á innlendum vinnumarkaði. Ekki skuli tekið tillit til tekna sem unnið hafi verið til utan innlends vinnumarkaðs.

Vissulega eigi að túlka lögin í samræmvi við regluverk EES, en í EES-samningnum felist ekki framsal löggjafarvalds og geri það ekki að verkum að litið verði hjá skýrum orðum íslenskra laga. Fæðingarorlofssjóði hafi því borið að virða reglur íslenska löggjafans um rétt foreldris til greiðslna.

Ráðgefandi álit

Við rekstur málsins var aflað ráðgefandi álits frá EFTA-dómstólnum. EFTA-dómstóllinn sagði að reglur Evrópuþingsins um samræmingu almannatryggingakerfi áskilji ekki að EES-ríki þurfi að reikna bótafjárhæð á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Þó skuli miða fjárhæð bóta, sem veittar séu farandlaunþega sem hafi aðeins aflað tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað sé við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegni svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur.

Málið fór því svo að héraðsdómur vísaði frá kröfu um að ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um áætlun greiðslna móðurinnar í fæðingarorlofi frá dómi. Íslenska ríkið, fyrir hönd úrskurðarnefnd velferðarmála sem hafði staðfest ákvörðun fæðingarorlofssjóðs með úrskurði, var jafnframt sýknað af kröfu um ógildingu úrskurðarins.

Hér má lesa dóminn í heild sinni 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar