fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Veðurfræðingur segir kuldann vera afbrigðilegan – Samfellt frost í tíu daga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. mars 2023 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því hve afbrigðilegir kuldarnir eru. Í Reykjavík er þetta 9. dagurinn þar sem hiti fer aldrei yfir frostmark. Mjög líklega bætist morgundagurinn við þá röð, en hitinn gæti síðan potast upp í 0°C á fimmtudag yfir miðjan daginn,“ segir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson í færslu á Facebook.

Einar segir þetta vera óvenjulega kulda, sama hvernig á það er litið. Sé helst hægt að jafna kuldaköstunum í vetur við marsmánuð 1951, sem sker sig úr í sögunni. Útlit er fyrir að kuldakastinu ljúki fljótlega, en Einar segir í færslu sinni:

„Óvenjulega langur kafli í mars þegar sólin er vissulega farin að verma yfir daginn. Fyrr í vetur náð i samfelldi frostakaflinn í Reykjavík 14 dögum, fyrir jólin. Þá var sólin lægst á lofti.

Meira segja kaldasta marsmánuð í minni eldri núlifandi landsmanna, þ.e. 1979, voru þeir 11 samfelldu frostadagarnir (28. feb – 10. mars). Kælandi hafís var þá lónandi undan öllu Norðurlandi saman með þrálátri N- og NA-áttinni.

Fyrstu 5 dagar mánaðarins voru hlýir, en síðan þá lætur nærri að meðalhitinn sé á milli -6,5 og -7,0°C í Reykjavík.

Jú þetta eru óvenjulegir kuldar hvernig sem á það er litið. Helst að finna samjöfnuð í mars 1951, þá var líka sérlega kalt framan af mánuðinum, en þá reyndar mun verri NA-veður með tjóni og mannskaða. Hafís var hinsvegar ekki nærri landi líkt og nú, eftir því sem ég veit best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Heimildin í vikulega útgáfu

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu

ESB-ríkin ætla að auka skotfæraframleiðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að Pútín vilji ekki friðarviðræður – Vill sigra

Segir að Pútín vilji ekki friðarviðræður – Vill sigra