fbpx
Sunnudagur 19.mars 2023
Fréttir

„Járndúkka Pútíns“ með athyglisverðar yfirlýsingar um Bretland

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. mars 2023 05:15

Skjáskot: The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sagði Olga Skabejeva, sem er stundum kölluð „járndúkka Pútíns“ að breskir veitingastaði neyðist til að bera íkorna á borð fyrir gesti því Bretar eyði svo miklu í vopn fyrir Úkraínu.

Hún sagði að í ljós hafi komið að sumir veitingastaðir, í því landi sem eitt sinn var stóra Stóra-Bretland, beri íkorna á borð fyrir gesti sína. „Þegar maður hugsar út í að það er mikið af dýrum í almenningsgörðum, af hverju ekki að borða þau fyrst það er matarskortur?“ sagði hún.

Þessum ummælum hennar, sem hún lét falla í umræðuþættinum „60 mínútur“ hefur verið deilt á Twitter af ráðgjafa úkraínska innanríkisráðherrans sem gerði mikið grín að þeim.

Skabejeva, sem er stjórnandi þáttarins, gagnrýndi Breta fyrir að eyða peningum í vopn fyrir Úkraínu á sama tíma og þeir glími sjálfir við mikinn efnahagsvanda.

„Þeir borða íkorna en leggja samt Úkraínumönnum til stórskotaliðsbyssur,“ sagði hún.

Skabejeva þykir vera einn áhrifamesti þáttastjórnandinn í Rússlandi og er hún þekkt fyrir að koma með grófar og staðlausar ásakanir í beinni útsendingu.

Margir Rússar þekkja hana sem „Járndúkku Pútíns“ eða „Áróðursmeistara Pútíns“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum

Rússar sagðir senda Írönum vopn sem þeir komast yfir á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn sjá merki um hvað Rússar ætla sér

Bandaríkjamenn sjá merki um hvað Rússar ætla sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ummæli talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins vekja athygli – Segir valdabaráttu eiga sér stað í Kreml

Ummæli talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins vekja athygli – Segir valdabaráttu eiga sér stað í Kreml
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta er einn stærsti höfuðverkur Pútíns

Þetta er einn stærsti höfuðverkur Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikmenn kvennaliðs FRAM fordæma viðbragðaleysi gegn ósæmilegri hegðun og brotum gegn liðskonum og starfsfólki

Leikmenn kvennaliðs FRAM fordæma viðbragðaleysi gegn ósæmilegri hegðun og brotum gegn liðskonum og starfsfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitektar í hár saman – Þurfa að greiða miskabætur vegna myndbirtinga á heimasíðu og Facebook

Arkitektar í hár saman – Þurfa að greiða miskabætur vegna myndbirtinga á heimasíðu og Facebook