fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Prigozhin segist ætla að bjóða sig fram til forseta á næsta ári – Í Úkraínu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. mars 2023 07:00

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeni Prigozhin, eigandi Wagner-málaliðahópsins, virðist hafa pólitískan metnað. Að minnsta kosti ef mark er tekið á ummælum hans í nýlegu myndbandi. Þar segist hann ætla að bjóða sig fram til forseta í Úkraínu á næsta ári.

Hann segir einnig að hann vænti þess að hann muni takast á við Volodymyr Zelenskyy, núverandi forseta, og Petro Porshenko, fyrrum forseta, um embættið.

„Ef ég sigra í kosningunum og verð forseti Úkraínu, þá verður allt gott. Þá verður engin þörf fyrir sprengjur,“ segir hann.

Vangaveltur hafa verið upp á síðustu mánuðum um hvort Prigozhin stefni á þátttöku í stjórnmálum og myndi hugsanlega bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín.

Anton Herashcenko, ráðgjafi úkraínska innanríkisráðherrans, segir að með þessum ummælum sínum reyni Prigozhenko að beina athyglinni frá pólitískum metnaði sínum í Rússlandi þar sem hann dreymi um að komast til valda og jafnvel taka við af Pútín.

En Prigozhenko er auðvitað ekki kjörgengur í Úkraínu auk þess sem ólíklegt má teljast að landsmenn hafi nokkur hug á að hafa hann í landinu sínum.

Til að bjóða sig fram til forseta í Úkraínu þurfa frambjóðendur að vera úkraínskir ríkisborgarar og orðnir 35 ára á kjördeginum. Þeir verða einnig að hafa kosningarétt og tala úkraínsku og að hafa búið í Úkraínu síðustu 10 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
Fréttir
Í gær

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu