fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Tók á móti lögreglunni með stóran hníf í höndinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 06:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Meðal þeirra mála sem hún fékkst við var að tilkynning barst um að grunsamlegur aðili hefði barið á dyr og glugga húss í Bústaðahverfi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang tók húsráðandi á móti þeim og var hann í miklu uppnámi og með stóran og beittan hníf í hönd.

Grunsamlegi aðilinn fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglunnar og ekki bárust fleiri tilkynningar um ferðir hans.

Hótelstarfsmaður óskaði eftir aðstoð lögreglunnar að hóteli í Miðborginni vegna rúðubrots og fylgdi tilkynningunni að gerendur væru enn á vettvangi og væru mjög ölvaðir. Lögreglan ræddi við hina grunuðu og vildu þeir ekki kannast við að hafa brotið rúðuna. Þeir voru látnir lausir að viðræðum loknum.

Lögreglumenn sáu í nótt þegar bifreið var bakkað inn götu í Miðborginni en innakstur í hana er óheimill. Ökumaðurinn yfirgaf síðan bifreiðina vegna ágreinings við tvo aðra. Lögreglan ræddi við mennina og kom þá í ljós að ökumaðurinn var einn af gerendunum í rúðubrotinu sem fjallað er um hér á undan.  Hann var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar beggja málanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni