fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Ósigrar Rússa á vígvellinum geta skaðað Pútín og stigmagnað stríðið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 07:00

Hvað er Pútín að gera með öllum þessum handtökum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, telur líklega að það þjóni hagsmunum Rússlands best að draga stríðið í Úkraínu á langinn til að Rússar fái það sem þeir vilja.

Þetta kemur fram í skýrslu um þær ógnir sem steðja að Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi. Það voru bandarískar leyniþjónustustofnanir sem gerðu skýrsluna að sögn Reuters.

Í henni kemur fram að rússneski herinn standi frammi fyrir margra ára enduruppbyggingu vegna hins mikla tjóns sem hann hefur orðið fyrir í Úkraínu. Af þeim sökum sé Rússland mun háðara kjarnorkuvopnum, tölvuhernaði og geimferðaáætlunum en áður.

Avril Haines, yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnanna, segir að stríðið í Úkraínu sé „úthaldsstríð“ og telur ekki að rússneski herinn nái nægum styrk á þessu ári til að ná góðum árangri í Úkraínu.

Í skýrslunni kemur fram að ef slæmt gengi Rússa á vígvellinum í Úkraínu haldi áfram sé „raunverulegur möguleiki“ á að það geti skaða stöðu Pútíns innanlands og það auki hættuna á að stríðið stigmagnist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“