fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Verkfallsboðun Eflingar lögmæt

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 15:26

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsdómur hefur úrskurðað verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Fyrirhuguð verkföll 300 starfsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshótela munu því hefjast á hádegi á morgun, þriðjudag. Tveir dómarar Félagsdóms skiluðu sérákvæði.

Fréttablaðið greinir frá.

„Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun í hádegi og í ljósi þessarar niðurstöðu hlýtur það að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp rétt áðan í héraðsdómi með afhendingu kjörskrá,“ segir Sólveig Anna formaður Eflingar.

Fyrr í dag, í dómsuppkvaðningu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, var Eflingu gert að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Efling ætlar að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og segir Sólveig Anna að gögnin verði ekki afhent fyrr en úrskurður fæst.

Sjá einnig: Sólveigu Önnu mjög brugðið í héraðsdómi – „Ég hef haft von um að það sé til eitthvert réttlæti í þessu samfélagi“

Segir hún að hún sé að ræða mikinn sigur: „…ekki bara fyrir Eflingu, samninganefnd Eflingar eða félagsmenn Eflingar, heldur er þetta líka sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu. Þarna er staðfest, sem betur fer að lýðræðisleg réttindi verkafólks til þess að fá að leggja niður störf til að knýja á um réttlátan og eðlilegan kjarasamning, að ekki er hægt að ráðast að þeim með svo grófum og óforskömmuðum hætti eins og hér var reynt.“

Telur Sólveig Anna aðspurð ekki rétt að bíða með verkfall meðan beðið er eftir úrskurði.   „…við vorum að enda á að vinna þetta mál sem segir að verkföllin okkar séu lögleg, þannig það væri afskaplega skrítinn afleikur hjá okkur að taka þá ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla