fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Sólveigu Önnu mjög brugðið í héraðsdómi – „Ég hef haft von um að það sé til eitthvert réttlæti í þessu samfélagi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 13:41

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef haft von um að það sé til eitthvert réttlæti í þessu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við fjölmiðla í kjölfar örlagaþrungins úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur hefur úrskurðað að Eflingu beri að láta af hendi félagatal sitt í hendur Ríkissáttasemjara. Sá síðarnefndi fór með málið fyrir héraðsdóm eftir að hafa ítrekað kallað eftir félagaskrám Eflingar svo hægt sé að efna til atkvæðagreiðslu í félaginu um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA).

Ennfremur kemur fram í úrskurðinum að réttaráhrif hans frestast ekki þó að Efling áfrýji úrskurðinum til Landsréttar eins og félagið hefur lýst yfir að verði gert, yrði þeim gert skylt að afhenda skrána. Þetta þýðir að Eflingu ber að afhenda félagaskrána þegar í stað.

Mynd: Anton Brink

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari var ekki viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins en Sólveig Annar Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, dagskrárstjóri Eflingar, voru viðstödd. Sólveigu virtist mjög brugðið við niðurstöðuna en hún sagðist ennþá hafa trú á að réttlæti væri að finna í samfélaginu. Sú von færi þó dofnandi.

Anton Brink tók meðfylgjandi myndir úr Héraðsdómi Reykjavíkur.

Það er skammt stórra högga á milli hjá forystu Eflingar því klukkan hálfþrjú í dag úrskurðar Félagsdómur um lögmæti boðaðra verkfalla félagsins en SA hefur kært verkfallsboðunina til Félagsdóms.

Uppfært: Úrskurður Félagsdóms var Eflingu í vil. Verkfallsboðanirnar eru löglegar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak
Fréttir
Í gær

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óskar ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða

Óskar ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Öryggismál Íslands, gagnrýni á Edduna, Kári Egilsson

Fréttavaktin: Öryggismál Íslands, gagnrýni á Edduna, Kári Egilsson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“