fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Stórsigur Sindra Snæs og Ísidórs – Hryðjuverkaákæru vísað frá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 14:55

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá hryðjuverkahluta ákæru gegn þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidór Nathanssyni. Eru þeir félagar ákærðir fyrir vopnalagabrot en ekki áform um hryðjuverk.

Héraðssaksóknari hefur tekið sér frest til að íhuga hvort hann áfrýjar þessum úrskurði til Landsréttar. Ef hann gerir það ekki er ljóst að tvímenningarnir, sem sátu mánuðum saman í gæsluvarðhaldi og einangrun vegna rannsóknarinnar, eru lausir allra mála hvað varðar ásakanir um áform um hryðjuverk.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að málið sé mikilvægur lærdómur fyrir lögregluna og ákæruvaldið:

„Komi svona mál upp aftur er mikilvægt að rasa ekki um ráð fram heldur fylgjast vel með grunuðum einstaklingum og ekki rjúka í að halda blaðamannafundi fyrr en búið er að ná utan um mál,“ segir verjandinn.

Grunur um hryðjuverkaáform Sindra Snæs og Ísidórs voru byggð á samtölum þeirra um hryðjuverk á spjallforriti. Í ákæru héraðssaksóknara voru hryðjuverkaáform ótilgreind varðandi væntanlegan vettvang og tímasetningar, sem og hverjir hefðu átt að verða fyrir hryðjuverkunum.

Í úrskurðinum segir meðal annars að engar röksemdir séu í ákæru sem málssóknin sé byggð á. „Liggur þó fyrir að málið er umfangsmikið og án fordæma. Miðað við atvik þess og eðli hinna meintu brota verður að gera ríkar kröfur um skýrleika téðra ákærukafla.“ Segir í úrskurðinum að mikið vanti upp á slíkan skýrleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“