fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Vaxandi spenna á milli Bandaríkjanna og Ísrael – Vara Ísrael við

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 18:00

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að vopnahlé Ísraels og Hamas rann út í sandinn á föstudaginn hafa Ísraelsmenn látið sprengjum rigna yfir Gaza og hert sókn sína á landi og nær hún nú til suðurhluta svæðisins. Margir Palestínumenn eru á flótta í leit að öryggi og mikil hætta er á miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Bandaríkjamenn hafa varað Ísraelsmenn við og sagt þeim að slíkt megi ekki endurtaka sig. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði nýlega að Ísraelsmenn geti á endanum beðið „strategískan ósigur“ ef þeir vernda ekki óbreytta borgara á Gaza.

„Í átökum sem þessum eru almennir borgarar miðpunkturinn. Ef þú hrekur þá í fang óvinarins, þá skiptir þú taktískum sigri út með strategískum ósigri,“ sagði Austin í ræðu sem hann hélt hjá Reagan National Defense Forum í Kaliforníu.

Ummæli hans þykja sýna að vaxandi spenna er á milli ísraelsku ríkisstjórnarinnar og Bandaríkjanna en Joe Biden, forseti, sætir vaxandi þrýstingi innan Demókrataflokksins og fólks í ríkisstjórninni um að gera meira til að þvinga Ísraelsmenn til að breyta taktík sinni.

Þetta bætir við þá spennu sem fyrir var á milli landanna. Þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjamönnum hafa Ísraelsmenn ekki lagt fram skýra áætlun um hvað á að verða um Gaza að stríðinu loknu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var í Ísrael í síðustu viku og sagði þá að „önnur lönd á svæðinu þurfi að vita hvað þið hafi í hyggju“ þegar rætt var um hvað Ísraelsmenn ætla sér með Gaza.

Löndin eru ekki á sömu bylgjulengd hvað framtíð Gaza varðar. Bandaríkin hafa sagt að þau muni ekki sætta sig við nýtt hernám Ísraelsmanna á Gaza og hafa viðrað hugmynd um að palestínska stjórnin á Vesturbakkanum verði látin taka við völdum á Gaza. Ísraelsmenn hafa hins vegar gefið til kynna að það sætti þeir sig ekki við og hafa gefið í skyn að þörf sé á her þeirra stjórni Gaza að einhverju leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum