fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Kona dæmd fyrir að nýta ekki bílastyrk til bílakaupa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. desember 2023 17:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu sem ákærð var fyrir fjársvik sem fólust í því að hún sótti um bílastyrk en nýtt styrkinn síðan ekki til bílakaupa. Í ákæru var þetta orðað svo:

„fyrir fjársvik með því að hafa, þriðjudaginn 23. júní 2020, í blekkingarskyni sótt um styrk til bifreiðakaupa til A, kt. 000000-0000, […], […], að fjárhæð kr. 360.000, og lagt fram kaupsamning að bifreiðinni […] með umsókn. Styrkurinn var greiddur út 25. júní 2020 án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og fór afhending bifreiðarinnar því aldrei fram, en ákærða hélt eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna.“

Brotið varðar við 248. grein almennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

„Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.“

Konan mætti ekki við réttarhöldin og hélt ekki uppi vörnum í málinu. Var hún fundin sek og dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig þarf hún að greiða verjanda sínum rétt rúmar 150 þúsund krónur í þóknun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna