fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Kona dæmd fyrir að nýta ekki bílastyrk til bílakaupa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. desember 2023 17:30

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt konu sem ákærð var fyrir fjársvik sem fólust í því að hún sótti um bílastyrk en nýtt styrkinn síðan ekki til bílakaupa. Í ákæru var þetta orðað svo:

„fyrir fjársvik með því að hafa, þriðjudaginn 23. júní 2020, í blekkingarskyni sótt um styrk til bifreiðakaupa til A, kt. 000000-0000, […], […], að fjárhæð kr. 360.000, og lagt fram kaupsamning að bifreiðinni […] með umsókn. Styrkurinn var greiddur út 25. júní 2020 án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og fór afhending bifreiðarinnar því aldrei fram, en ákærða hélt eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna.“

Brotið varðar við 248. grein almennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

„Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.“

Konan mætti ekki við réttarhöldin og hélt ekki uppi vörnum í málinu. Var hún fundin sek og dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig þarf hún að greiða verjanda sínum rétt rúmar 150 þúsund krónur í þóknun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“