fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Grindvíkingar greina frá þjófnaði og tilraunum til innbrota – Lögreglustjóri segir eftirlit gott

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 28. desember 2023 16:55

Úlfar segir örfá tilfelli þjófnaðar hafa komið upp en íbúar eru margir ósáttir við eftirlit lögreglunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða er á meðal Grindvíkinga um eftirlit í bænum. Greint hefur verið frá þjófnaði og augljósum tilraunum til innbrota. Lögreglustjóri segir eftirlitið í bænum mjög gott og fylgst sé með því hverjir fara inn í bæinn.

Ekki er gist í mörgum húsum í Grindavík þessa dagana þrátt fyrir að það sé heimilt. Lögregla hefur eftirlit með bænum en mikil umræða er á meðal bæjarbúa um að þessu eftirliti sé ábótavant, hver sem er geti valsað inn í bæinn og stolið eignum.

Reynt að komast inn í hús

Einn íbúi greindi frá því á samfélagsmiðlum að gaskútum og grillábreiðu hefði verið stolið. Einnig að þjófarnir hafi gengið upp að hurðinni hjá sér og athugað hvort þeir kæmust inn í húsið.

Annar greindi frá því að hjólinu sínu hefði verið stolið. Sá þriðji sagðist hafa séð fótspor í snjónum við húsið sitt. Augljóst væri að einhver hefði gengið upp að hurðinni til að athuga hvort hann kæmist inn.

Sá fjórði greindi frá því að reynt hafi verið að stela hjólhýsi.

Vilja leyfisbréfakerfi

Íbúar ræða sín á milli um að koma upp eftirlitsmyndavélum og hvaða kerfi séu best til þess fallin. Það sé nauðsynlegt að hafa augu með eignum sínum.

Einnig er óánægja með eftirlitið í bænum, meðal annars á lokunarpóstunum þremur. Einn íbúi greindi meðal annars frá því að lokunarpóstur hafi verið mannlaus og hann keyrði því í gegn án þess að þurfa að gera grein fyrir sér.

Annar greindi frá því að á jóladag hafi öllum verið hleypt inn í bæinn, til þess að heimsækja kirkjugarðinn.

Ræða íbúar um að koma þurfi upp betra kerfi, svo sem að skrá niður alla sem koma eða veita sérstök leyfisbréf, eins og hafi verið gert eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973.

Segir eftirlitið gott

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að eftirlit með bænum sé mjög gott. Örfá tilfelli þjófnaðar hafi komið upp.

„Það er stöðug lögregluvakt í bænum, allan sólarhringinn,“ segir hann.

Þá segir hann eftirlit á lokunarpóstunum einnig gott.

„Það er fylgst með því á lokunarpóstum hverjir eru að fara inn,“ segir hann. „Einungis þeir sem eiga þangað erindi mega fara til Grindavíkur. Íbúar bæjarins og þeir sem eiga hagsmuna að gæta, svo sem starfsmenn fyrirtækja og fyrirtækjaeigendur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Í gær

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“