Þannig var tilkynnt um afbrigðilega hegðun manns í húsasundi í hverfi 108. Að sögn lögreglu hafði maðurinn hægðir í tvígang í umræddu húsasundi en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn á bak og burt. Greinileg ummerki voru þó eftir manninn, að því er fram kemur í skeyti lögreglu.
Þá var tilkynnt um einstakling í verslun í miðborginni sem var að kasta til vörum í búðinni. Hann var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.
Tveir voru handteknir í miðborginni eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot. Lögregla fór á vettvang og handtók mennina sem eru grunaðir um innbrot og þjófnað. Þeir gista fangageymslur.
Eitthvað var um umferðarslys í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, en frekari upplýsingar um meiðsl þeirra liggja ekki fyrir. Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 271 þar sem urðu slys á fólki og eignatjón.