fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Afbrigðileg hegðun manns í húsasundi í hverfi 108

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 07:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt og voru sum hver skrýtnari en önnur.

Þannig var tilkynnt um afbrigðilega hegðun manns í húsasundi í hverfi 108. Að sögn lögreglu hafði maðurinn hægðir í tvígang í umræddu húsasundi en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn á bak og burt. Greinileg ummerki voru þó eftir manninn, að því er fram kemur í skeyti lögreglu.

Þá var tilkynnt um einstakling í verslun í miðborginni sem var að kasta til vörum í búðinni. Hann var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.

Tveir voru handteknir í miðborginni eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot. Lögregla fór á vettvang og handtók mennina sem eru grunaðir um innbrot og þjófnað. Þeir gista fangageymslur.

Eitthvað var um umferðarslys í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, en frekari upplýsingar um meiðsl þeirra liggja ekki fyrir. Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 271 þar sem urðu slys á fólki og eignatjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár