fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Afbrigðileg hegðun manns í húsasundi í hverfi 108

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. desember 2023 07:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt og voru sum hver skrýtnari en önnur.

Þannig var tilkynnt um afbrigðilega hegðun manns í húsasundi í hverfi 108. Að sögn lögreglu hafði maðurinn hægðir í tvígang í umræddu húsasundi en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn á bak og burt. Greinileg ummerki voru þó eftir manninn, að því er fram kemur í skeyti lögreglu.

Þá var tilkynnt um einstakling í verslun í miðborginni sem var að kasta til vörum í búðinni. Hann var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.

Tveir voru handteknir í miðborginni eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot. Lögregla fór á vettvang og handtók mennina sem eru grunaðir um innbrot og þjófnað. Þeir gista fangageymslur.

Eitthvað var um umferðarslys í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, en frekari upplýsingar um meiðsl þeirra liggja ekki fyrir. Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 271 þar sem urðu slys á fólki og eignatjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku
Fréttir
Í gær

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu