fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Par handtekið í Leifsstöð með 28 þúsund evrur á sér – Getur varðað 6 ára fangelsi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. desember 2023 13:00

Fólkið hafði falið féð í farangri sínum og gat ekki gert grein fyrir uppruna þess.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður og kona með tvöfalt ríkisfang hafa verið ákærð fyrir peningaþvætti eftir að þau voru handtekin í Leifsstöð með mikið magn peningaseðla. Ekki hefur tekist að birta þeim ákæruna.

Fólkið heitir Mohammed Musah, 43 ára, og Petra Anarfo, 21 árs, bæði með ítalskt og ganverskt ríkisfang.

Reiðuféð haldlagt

Þau voru handtekin í Leifsstöð þann 1. maí síðastliðinn þegar þau voru á leið í flug til ítölsku borgarinnar Mílanó.

Höfðu þau alls 28.180 evrur meðferðis í reiðufé, sem gera um 4,25 milljónir íslenskra króna. 18.160 evrur voru faldar í farangri Mohammeds en 10.020 evrur faldar í farangri Petru. Var reiðuféð haldlagt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Augljóslega ávinningur brota

Eru þau ákærð fyrir að hafa, í félagi, tekið við peningunum frá 28. apríl til 1. maí frá óþekktum einstakling eða einstaklingum. Hafi þeim ekki geta dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum.

„Með háttsemi sinni móttóku ákærðu ávinning af refsiverðum brotum, geymdu ávinninginn, fluttu og leyndu ávinningnum og upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans,“ segir í fyrirkalli og ákæru sem birt voru í Lögbirtingablaðinu í dag. En ekki hefur tekist að birta þeim ákæruna með öðrum hætti því ekki er vitað hvar þau dvelja.

Getur varðað 6 ára fangelsi

Eru Mohammed og Petra ákærð fyrir peningaþvætti að ásetningi sem er brot sem getur varðað allt að 6 ára fangelsi. Til vara eru þau ákærð fyrir peningaþvætti af gáleysi, sem getur varðað allt að 6 mánaða fangelsi.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefst þess að þau verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess einnig krafist að reiðuféð sem haldlagt var verði gert upptækt og sett á vörslureikning lögreglustjórans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“