fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vilja ekki kamarvæða Eyjarfótinn – „Enda koma ferðamenn að sjá ósnortna náttúru“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 22. desember 2023 12:30

Klósettmál í Grímsey hafa ítrekað ratað í fjölmiðla á undanförnum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almenningssalernið á Grímseyjarbryggju er ónýtt og reisa þarf nýtt. Klósettið eyðilagðist í sumar og virðist það hafa gerst af því að það var of lágt staðsett miðað við lagnirnar.

Þetta kemur fram í fundargerð íbúafundar sem haldinn var þann 28. nóvember síðastliðinn. 22 eyjaskeggjar mættu á fundinn, sem er dágóð mæting miðað við að aðeins 55 búa í Grímsey.

Í fundargerðinni kemur fram að almenningssalernið á bryggjunni hafi þjónað strandveiðimönnum, ferðamönnum og fleirum í gegnum tíðina. Huga þurfi að nýrri staðsetningu því nauðsynlegt sé að hafa almenningssalerni sem er ekki staðsett inni í verslunum eða fyrirtækjum.

Íbúar ræddu um hvort dygði að hækka staðsetninguna, færa salernishúsið aftar til að mynda þar sem björgunarsveitarhúsið stóð. Þá töldu þeir einnig þörf fyrir annað salerni, einhvers staðar á leiðinni út á „Fót“ en ekki norðar en við flugvallarendann.

„Íbúar eru sammála að vilja ekki kamarvæða Eyjarfótinn og halda honum eins ósnortnum og hægt er – enda koma ferðamenn að sjá ósnortna náttúru,“ segir í fundargerðinni.

Eitt aftóku íbúarnir alveg á fundinum. Það er að koma upp ferðakamri. „Ferðakamrar hugnast engum, þeir eru subbulegir og fæstir leggja í að nota slíka nema á útihátíðum,“ létu þeir bóka.

Klósettmál í Grímsey hafa nokkrum sinnum ratað í fjölmiðla á undanförnum árum. Einkum vegna þess mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja eyjuna með skemmtiferðaskipum. Árið 2018 komu um 40 skip þangað og var mikið álag á klósett hinnar fámennu eyju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa