fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Vilja ekki kamarvæða Eyjarfótinn – „Enda koma ferðamenn að sjá ósnortna náttúru“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 22. desember 2023 12:30

Klósettmál í Grímsey hafa ítrekað ratað í fjölmiðla á undanförnum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almenningssalernið á Grímseyjarbryggju er ónýtt og reisa þarf nýtt. Klósettið eyðilagðist í sumar og virðist það hafa gerst af því að það var of lágt staðsett miðað við lagnirnar.

Þetta kemur fram í fundargerð íbúafundar sem haldinn var þann 28. nóvember síðastliðinn. 22 eyjaskeggjar mættu á fundinn, sem er dágóð mæting miðað við að aðeins 55 búa í Grímsey.

Í fundargerðinni kemur fram að almenningssalernið á bryggjunni hafi þjónað strandveiðimönnum, ferðamönnum og fleirum í gegnum tíðina. Huga þurfi að nýrri staðsetningu því nauðsynlegt sé að hafa almenningssalerni sem er ekki staðsett inni í verslunum eða fyrirtækjum.

Íbúar ræddu um hvort dygði að hækka staðsetninguna, færa salernishúsið aftar til að mynda þar sem björgunarsveitarhúsið stóð. Þá töldu þeir einnig þörf fyrir annað salerni, einhvers staðar á leiðinni út á „Fót“ en ekki norðar en við flugvallarendann.

„Íbúar eru sammála að vilja ekki kamarvæða Eyjarfótinn og halda honum eins ósnortnum og hægt er – enda koma ferðamenn að sjá ósnortna náttúru,“ segir í fundargerðinni.

Eitt aftóku íbúarnir alveg á fundinum. Það er að koma upp ferðakamri. „Ferðakamrar hugnast engum, þeir eru subbulegir og fæstir leggja í að nota slíka nema á útihátíðum,“ létu þeir bóka.

Klósettmál í Grímsey hafa nokkrum sinnum ratað í fjölmiðla á undanförnum árum. Einkum vegna þess mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja eyjuna með skemmtiferðaskipum. Árið 2018 komu um 40 skip þangað og var mikið álag á klósett hinnar fámennu eyju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu